Allt það helsta um HM félagsliða

Allt það helsta um HM félagsliða

HM félagsliða byrjaði í nótt. Þetta mót hefur í gegnum árin verið langt frá því að vera sætasta stelpan á ballinu og fæstir knattspyrnuáhugamenn haft áhuga á því. FIFA ætlar sér hins vegar aldeilis að búa til kjúklingasalat úr kjúklingaskít - nýtt fyrirkomulag, meiri peningar, nýr bikar og ég veit ekki hvað og hvað. Förum yfir allt sem gerist utan vallar.


Félagshagfræðileg áhrif

FIFA gerði félagshagfræðilega skýrslu í samvinnu með Alþjóðaviðskiptastofnuninni (e. World Trade Organization) þar sem markmiðið var að meta félagsleg og hagfræðileg áhrif sem mótið mun hafa.

Áætlaður áhorfendafjöldi á mótinu er 3,7 milljónir manns. Heildarútgjöld í tengslum við mótið eru metin á 7,2 milljarða dollara, sem er rúmlega 897,4 milljarðar króna. Til samanburðar þá eru heildarútgjöld ríkissjóðs Íslands 1.483 milljarðar króna samkvæmt fjárlögum fyrir árið 2025. Rúmlega helmingur af þessum 7,2 milljörðum dollara fór í uppbyggingu í ferðamannaiðnaðinum.

Myndrit úr skýrslu FIFA sem sýnir skiptingu útgjalda fyrir mótið.

Heildarávinningur (e. gross output) mótsins er talinn vera 41,3 milljarðar dollara á heimsvísu en rúmlega 41% þess ætti að enda í Bandaríkjunum.

Samkvæmt skýrslunni þá mun mótið auka verga landsframleiðslu Bandaríkjanna um 9,6 milljarða dollara. Til samanburðar þá er verg landsframleiðsla Bandaríkjanna ca. 27,7 billjónir dollara. Innspýting mótsins í verga landsframleiðslu Bandaríkjanna væri því rúmlega 0,035%, þetta er bara eitthvað klink.

Hver er verg landsframleiðsla Íslands í $?

Samkvæmt tölum Alþjóðabankans (e. World Bank) frá 2023 þá var verg landsframleiðsla Íslands 31,3 milljarðar dollara.

Úr skýrslu FIFA.

Það er áætlað að mótið muni skapa 432 þúsund störf. Það er hins vegar áætlað að einungis fjórðungur af þeim störfum verði innan Bandaríkjanna. Samkvæmt skýrslunni er ástæðan fyrir því að sú að innan Bandaríkjanna er hámenntað og hálaunað vinnuafl. Flest störfin innan Bandaríkjanna eru þjónustustörf

Myndrit úr skýrslu FIFA sem sýnir störfin sem mótið skapar.

Samfélagslegt verðmæti (e. Social Return on Investment) mótsins er áætlað að verði 4,34.

Hvað er samfélagslegt verðmæti?

Samfélagslegt verðmæti (e. Social Return on Investment) er tæki sem er notað til þess að mæla hvað fjárfesting skilur eftir sig í samfélaginu. Þannig í tilfelli HM félagsliða þá mun hver dollari skila sér í 4,34 dollurum fyrir samfélagið.

Fyrir áhugasama þá fann ég bækling frá Sameinuðu Þjóðunum sem útskýrir aðferðarfræðina á bakvið þetta mælitæki:

https://www.undp.org/sites/g/files/zskgke326/files/migration/eurasia/Appendix-SROI-methodology_ENG.pdf


Verðlaunafé

Á HM félagsliða árið 2023 þá var heildarverðlaunafé mótsins 15 milljónir dollara. Það hefur heldur betur orðið innspýting í þeim efnum af því heildarverðlaunafé mótsins í ár er einn milljarður dollara.

Hvernig er verðlaunaféð í samanburði við liðakeppnirnar hjá UEFA?

Heildarverðlaunafé UEFA fyrir Meistaradeild Evrópu og Ofurbikarinn, Evrópudeildina, og Sambandsdeildina fyrir 2024/25 tímabilið voru ríflega 3,3 milljarðar evra.

Meistaradeild Evrópu og Ofurbikarinn / 2.467.000.000 evrur (ca. 2,8 milljarðar dollara)

Evrópudeildin / 565.000.000 evrur (ca. 640 milljónir dollara)

Sambandsdeildin / 285.000.000 evrur (ca. 323 milljónir dollara)þ

Potturinn skiptist í tvær stoðir, frammistöðustoðina og þátttökustoðina.

Frammistöðustoðin

Heildarverðlaunafé þátttökustoðarinnar er 475 milljónir dollara. Lið getur mest fengið $117.625.000 ef það vinnur alla leikina í riðlakeppninni og vinnur keppnina.

Frammistöðupotturinn í Meistaradeild Evrópu fyrir 2024/25 tímabilið til samanburðar.

Þátttökustoðin

Heildarverðlaunafé frammistöðustoðarinnar er 525 milljónir dollara. Þetta er peningurinn sem liðin koma til með að fá fyrir það eitt að mæta á svæðið. Upphæðin sem Evrópsku liðin fá er eilítið mismunandi eftir því hver á í hlut, það er ekki það sama að vera Jón og séra Jón. Lið í öðrum heimsálfum fá öll sömu upphæðina og önnur lið úr þeirri heimsálfu.

What’s FIFA Club World Cup 2023 prize money breakdown? Know details here
The seven participating teams, consisting of the club champions from each continent, will compete for the trophy and prize money offered by FIFA.

Útsendingarréttur

Það gekk brösuglega hjá FIFA að selja útsendingarréttinn fyrir mótið. FIFA átti í einhverjum viðræðum við Apple sem flosnaði upp úr síðasta sumar. Sögur segja að verðmiðinn sem FIFA ætlaði sér að fá fyrir útsendingarréttinn hafi verið fjórir milljarðar dollara.

Í desembermánuði 2024 tryggði DAZN steymisveitan sér útsendingarréttinn á heimsvísu fyrir HM félagsliða. Talið er að verðmiðinn hafi verið einn milljarður dollara en það er þó maðkur í mysunni. Á þessum tímapunkti var farið að kvissast út að PIF, opinber fjárfestingasjóður Sádí-Arabíu, væri að fara kaupa hlut í DAZN en hlutaðeigandi aðilar neituðu að svo væri. Viku seinna tilkynnti FIFA að Sádí-Arabía myndi vera gestgjafi á HM 2034.

Í febrúarmánuði 2025 var svo tilkynnt að PIF væri búið að komast að samkomulagi um kaup á hlutum í DAZN. Fjölmiðlar segja að PIF hafi keypt rúmlega 10% hlut á einn milljarð dollara. Skemmtilegar tilviljanir allt saman.


Draumur Infantino

Gianni Infantino, forseti FIFA, hefur í mörg ár talað fyrir því að breyta fyrirkomulagi HM félagsliða. Mótið hefur síðustu árin verið sjö liða mót haldið í desember eða febrúar. Draumur Infantino var hins vegar að fjölga liðum í 32 og halda mótið í júní á fjögurra ára fresti.

Ég held að afskaplega fáir hafi nokkurn tímann verið spenntir fyrir þessari keppni. Þar sem venjan hefur verið sú að sigurvegarar heimsálfukeppni félagsliða auk gestgjafa taka þátt þá leiðir það til þess að evrópsku liðin mæta ekki mikilli mótstöðu. Frá því að keppnin var fyrst haldin árið 2000 hafa evrópsk félagslið unnið keppnina í 16 af 20 skiptum, semsagt 80% tilfella. Hin fjögur liðin sem hafa unnið eru öll brasilísk.

Vonin er sú að meiri fleiri liðum verði keppnin meira spennandi. Auðvitað eru það evrópsku liðin sem gera mann hvað spenntastan. Einnig er spennandi að sjá öll þessi lið frá Suður-Ameríku eða jafnvel að sjá hvernig Al-Hilal stendur í hárinu á stærstu liðum heimsins.

Infantino wants 32-team Club World Cup – DW – 11/18/2016
Following his controversial proposal to expand the World Cup to 40 teams, Infantino wants to more than quadruple the size of the Club World Cup to 32 teams and move it to the summer.

https://www.nytimes.com/athletic/4106435/2023/02/12/club-world-cup-infantino-changes-future/


Bandaríkin

Mótið fer fram í Bandaríkjunum en þeir eru einir af þremur gestgjöfum HM 2026, ásamt Kanada og Mexíkó. HM félagsliða kemur því til með að vera forréttur fyrir það sem koma skal á HM 2026.

Vellirnir á HM félagsliða:
Rose Bowl / Los Angeles, Kaliforníu / 88.500 manns
MetLife Stadium / New York borg, New York / 82.500 manns / Einnig á HM 2026
Bank of America / Charlotte, Norður-Karólínu / 75.000 manns
Mercedes-Benz Stadium / Atlanta, Georgíu / 75.000 manns / Einnig á HM 2026
Lincoln Financial Field / Fíladelfíu, Pennsylvaníu / 69.000 manns / Einnig á HM 2026
Lumen Field / Seattle, Washington / 69.000 manns / Einnig á HM 2026
Hard Rock Stadium / Miami Gardens, Flórída / 65.000 manns / Einnig á HM 2026
Camping World Stadium / Orlando, Flórída / 65.000 manns
Inter&Co Stadium / Orlando, Flórída / 25.000 manns
Geodis Park / Nashville, Tennessee / 30.000 manns
TQL Stadium / Cincinatti, Ohio / 26.000 manns
Audi Field / Washington D.C. / 20.000 manns


Leikjaálag

Leikmannasamtökin í Evrópu (e. FIFPRO Europe) og Evrópsku deildarsamtökin (e. European Leagues) sendu inn kvörtun til framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins. Umfjöllunarefni kvörtunarinnar var leikjaálagið á leikmönnum og þau rök voru færð að hagsmunaárekstur FIFA sem skipuleggjandi knattspyrnumóta og yfirvald í knattspyrnuhreyfingunni væri brot á samkeppnisreglum ESB.

FIFPRO and European leagues file complaint to European Commission over FIFA’s ‘abusive’ international calendar
Player union and European leagues labelled Club World Cup and World Cup expanded schedules abusive; Rodri, Heung-Min Son, Alisson and Manuel Akanji have spoken out about workload and welfare; Sky Sports study uncovers how modern-day workloads compare with previous decades
Legal complaint filed against Fifa’s ‘abuse of dominance’
The top European leagues and players’ union Fifpro file a legal complaint against Fifa over what they claim is an “abuse of dominance”.

https://fifpro.org/en/who-we-are/fifpro-members/fifpro-europe/player-unions-and-leagues-file-complaint-to-european-commission-over-fifa-s-imposition-of-international-match-calendar

https://europeanleagues.com/wp-content/uploads/Media-Release_14-10_EN.pdf


Bikarinn

Bikarinn mótsins hefur verið endurhannaður og hann er heldur betur áhugaverður. Á heimasíðu FIFA er talað um innblásturinn fyrir bikarnum er sóttur, þetta er einhver algjör chatgpt froða sem er varla hægt að þýða yfir á góða íslensku. Bikarinn var hannaður af FIFA í samstarfi við skartgripaframleiðandann Tiffany & Co. og það var ekkert verið að spara, bikarinn er með 24-karata gullhúðun.

Bikarinn er klárlega óhefðbundinn en ég fíla hann.
Það er bara verið að bulla eitthvað um innblásturinn að bikarnum.

Á síðustu stundu

Í marsmánuði 2025 tilkynnti FIFA að Club León myndi ekki fá að taka þátt á HM félagsliða. Ástæðan var sú að CF Pachuca og Club León eru í eigu sömu aðila. Í 10. gr. reglugerðar um HM félagsliða 2026 er kveðið á um bann gegn fjölklúbbaeignarhaldi (e. multi-club ownership). Club León reyndi að leita á náðir Alþjóðlega íþróttadómstólsins en allt kom fyrir ekki, ákvörðun FIFA stendur.

Þá þurfti hins vegar að finna nýtt lið fyrir keppnina. Los Angeles FC og Club America mættust því í úrslitaeinvígi þann 31. maí síðastliðinn í borg englanna þar sem heimamenn báru sigur úr býtum eftir framlengdan leik.

León out of Club World Cup after losing appeal; LAFC and América set for playoff
The Court of Arbitration for Sport rejected appeals from Grupo Pachuca and potential replacement club Alajuelense
Club World Cup: Mexican side Club Leon removed from tournament by Fifa
Club Leon have been removed from this summer’s Club World Cup by Fifa after failing to meet tournament regulations on multi-club ownership.

https://digitalhub.fifa.com/m/18848e4224efbd91/original/FCWC25_Regulations_EN.pdf

https://www.fifa.com/en/tournaments/mens/club-world-cup/usa-2025/articles/fifa-appeal-committee-decision-pachuca-club-leon

https://www.tas-cas.org/fileadmin/user_upload/CAS_Media_Release_11314-11316_06.05.25.pdf



Samfélagsmiðlar

facebook.com/utanvallar

linkedin.com/company/utanvallar

instagram.com/utanvallar

tiktok.com/@utanvallar

x.com/utanvallar