Allt um Masters-mótið

Allt um Masters-mótið
Þungu fargi af Rory Rory McIlroy létt þegar hann fékk loksins græna jakkann.

Rory McIlroy bætti við langþráðri rós í hnappagatið sitt þann 13. apríl þegar hann sigraði Masters-mótið og komst þar með í sjö manna hóp sem hefur náð alslemmunni (e. grand slam).

Hvað er alslemman í golfi?

Alslemma er þegar kylfingur sigrar fjögur stærstu mótin sem eru Masters-mótið, PGA-meistaramótið, Opna bandaríska meistaramótið og Opna breska meistaramótið.

Sex kylfingar hafa náð þessum árangri en það eru þeir Gene Sarazan, Ben Hogan, Gary Player, Jack Nicklaus, Tiger Woods og nú Rory McIlroy.

Það var alls konar fréttaflutningur í kringum mótið sem fjallaði um hluti sem gerðust utan vallar, förum yfir þær fréttir.


Verðlaunaféð

Verðlaunaféð fyrir sigurvegarann í ár voru 4,2 milljónir dollara sem er 600 þúsund dollurum meira en það var í fyrra, þegar Scottie Scheffler fékk 3,6 milljónir dollara fyrir sinn sigur. Verðlaunafé Rory McIlroy samsvarar 534.198.000 kr. (miðað við gengið daginn eftir mótið) sem eru rúmlega 48-föld meðalárslaun á Íslandi (tölur frá 2023).

Heildarverðlaunafé mótsins í ár var 21 milljón dollara en sú upphæð hefur rúmlega tvöfaldast frá árinu 2015 þegar það var 10 milljónir dollara og sigurvegarinn fékk 1,8 milljónir dollara.

Til samanburðar má einnig nefna að Horton Smith, sigurvegari fyrsta Masters-mótsins árið 1934, fékk $1.500 sem væri $36.070 núvirt.

The Masters Increases Purse to Record $21M, First Place to $4.2M
That’s up from the $20 million last year and $18 million in 2023. Sunday’s winner will receive $4.2 million.
Masters 2025 Purse: Payouts Have Doubled Over Last 10 Years
Masters prize money has doubled over the last decade, with this year’s $20 million purse highlighting the tournament’s rapid financial growth.
Rory McIlroy’s Masters victory earned him $4.2 million. Here’s what every winner has won since the tournament began in 1934.
The Masters’ winnings have increased dramatically since Horton Smith took home $1,500 in 1934. Rory McIlroy’s win on Sunday earned him $4.2 million.
2025 Masters prize money, purse: Payouts, winnings for Rory McIlroy, each golfer from record $21 million pool
A record $21 million was on the line at the 89th Masters with a massive sum being awarded to McIlroy as he slipped on the green jacket Sunday afternoon

Áhorfið

Áhorfið á sunnudeginum í Bandaríkjunum var 12,7 milljónir manns hjá CBS sem er 33% hærra en áhorfið í fyrra. Áhorf á Masters-mótinu hefur ekki verið svona mikið frá árinu 2018 hjá CBS. Í Bretlandi var slegið met hjá Sky Sports á sunnudeginum þegar 7,5 milljónir manns horfðu á útsendingar Sky Sports þann dag. Fleiri íþróttaviðburðir áttu sér stað þann dag en Masters-mótið átti klárlega stóran þátt í þessum tölum hjá Sky Sports.

Masters Final Round Draws 12.7 Million Viewers
McIlroy’s Masters win averaged 12.7 million viewers, marking golf’s most-watched telecast since 2018 and a 33% year-over-year ratings boost.
Rory McIlroy’s Masters Win Is Most-Watched Since 2018 Tournament
Rory McIlroy’s nail-biting victory at the Masters golf tournament attracted an average of 12.7 million viewers on Sunday, according to CBS, which broadcast the tournament’s final two rounds.
Masters draws best final round audience since 2018
Rory McIlroy’s drama-filled win at the Masters on Sunday delivered CBS the best final round for the first major of the year since 2018, averaging 12.99 million viewers.
Rory McIlroy: Masters victory becomes most-watched day in Sky Sports history with peak audience of 1.85 million
Rory McIlroy completed his Grand Slam after clinching victory at The Masters at Augusta National on Sunday; it became the most-watched day in Sky Sports history bringing in a peak audience of 1.85m
Rory McIlroy win watched by 1.85million — but 250,000 switch off for finale
A record-breaking 1.85million viewers tuned in for McIlroy’s Masters triumph. Yet, a significant number missed the dramatic play-off

Miðar

Miðarnir á Masters-mótið eru mjög eftirsóttir. Dagspassinn er á 140 dollara og helgarpassinn kostar 450 dollara. Ef þú vilt hins vegar fara í aðeins meiri lúxus þá er hægt að kaupa miða í Map & Flag svæðið sem er í stuttu máli bara VIP svæði. Sá miði er hins vegar ekki á viðráðanlegu verði nema þú sért mjög efnaður, stykkið kostar heilar 17 þúsund dollara. Fyrir þá allra ríkustu er hins vegar hægt að kaupa miða í Berckmans Place, sem er VIP svæði úr efstu hillu, miðaverðið er ekki opinberað en orðið á götunni segir að miðinn hafi kostað 25 þúsund dollara í ár.

Þá var Augusta National golfklúbburinn extra harður í garð miðaendursölu í ár. Golfklúbburinn er sá eini sem selur miða og hefur lagt bann við miðaendursölum. En golfklúbburinn hefur vanalega snúið blinda auganu að miðaendursölum. Í ár varð hins vegar breyting á því og margir miðar voru ógildaðir. Önnur stórmót í golfheiminum leggja ekki bann við endursölum. Sögur segja að þessi háttsemi Augusta National golfklúbbsins sé einn liður í breytingum sem munu eiga sér stað á miðasölunni á næsta ári.

Masters tickets? Getting into Augusta National will cost you (and it’s not allowed)
The tournament only sells tickets through its lottery system.
Behind the Scenes at The Masters: Augusta National Gets Even Bigger
The Map & Flag hospitality offering sold around 2,500 weekly VIP badges at roughly $17,000 each.

https://x.com/FOS/status/1777705992089702644

Berckmans Place: Inside the Masters’ premier hospitality offering
The Masters’ premium hospitality offering, Berckmans Place, offers patrons high-end dining and entertainment options during tournament week.
Inside The Masters Ticketing Crackdown
This year the tournament started more strictly enforcing its longstanding ban on third-party ticket sales.

Símabannið

Á Masters-mótinu ríkir algjört símabann. Ef áhorfendur þurfa að hringja símtal geta þeir gert það í tíkallasímum. Þessar reglur komu sér hins vegar illa fyrir suma áhorfendur sem starfa í fjármálageiranum. Á miðvikudeginum, þegar æfingarumferðirnar stóðu yfir, tilkynnti Donald Trump 90 daga hlé á fyrirhuguðum tollahækkunum og í kjölfarið ruku hlutabréf upp í verði. Á Augusta National vellinum voru ýmsir verðbréfamiðlarar, starfsmenn í eignastýringum, fjárfestar og fleiri sem höfðu ekki hugmynd um að þetta hefði skeð.

https://www.wsj.com/sports/golf/masters-augusta-national-trump-tariffs-c28f9e3e?mod=sports_trendingnow_article_pos1


Þotuliðið

Myndin sýnir allar þær flugvélar sem flugu á brott frá Augusta Regional Airport á sunnudeginum.

Í kringum mótið er gífurlegur fjöldi einkaflugvéla sem fljúga til bæjarins Augusta í Georgíu-fylki. Í heildina voru rúmlega 2.100 lendingar og brottfarir sem áttu sér stað á flugvellinum yfir vikuna sem Masters-mótið fór fram. Það eru u.þ.b. 300 á dag, en í hefðbundnari viku eiga sér stað ca. 60 lendingar og brottfarir. Rúmlega fimmföld aukning sem á sér stað út af þessu móti!

Map shows exodus of private jets from Augusta’s small, usually quiet, airport after the Masters
Over 200 private jets departed Augusta in the hours after Rory McIlroy’s victory Sunday. More than 2,100 private flights used the airport last week.
As Masters Tees Off, Private Jets Swarm Augusta
The demand around experiencing the first and most popular golf major of the year has seemingly maxed out the capacity of Augusta’s primary airport.

Veitingar

Veitingarnar sem áhorfendur Masters-mótsins gátu keypt sér.

Einn hlutur sem Masters-mótið er þekkt fyrir eru verðin á veitingunum sem standa gestum til boða. Bjórinn kostar sex dollara, ca. 770 kr., ég held að þú finnur ekki þannig verð á happy hour hér á Íslandi.

Concessions are ridiculously cheap at the Masters. But beer will cost a little more this year
Egg salad and pimento cheese sandwiches are legendary at the Masters, not just because they’re delicious but also because the price is just right.
Masters Tournament concessions menu prices: Why food, drinks are so cheap at Augusta National
The Masters menu features traditional items such as pimento cheese sandwiches and Georgia pecan caramel popcorn.

Garðdvergar og bangsar

Masters-mótið er gífurlega vinsælt golfmót. Því er skiljanlegt að áhorfendur vilji eiga einhverja minjagripi sem þeir geta sett upp í hillu. Í sjoppunni sem er á svæðinu er meðal annars hægt að kaupa forláta garðdverga. Eftirspurnin er það mikil að gestir mega einungis kaupa eitt stykki. Verðið á þeim er 49,95 dollarar en það er rosalegur endursölumarkaður til staðar fyrir þessa garðdverga.

Það er einnig hægt kaupa bangsa. Hann kostar hins vegar skildinginn. Kaupendur þurfa að reiða fram 250 dollara fyrir stykkið og þeir koma í mjög takmörkuðu magni, einungis 500 stykki eru framleidd. Bangsinn er raunar það eftirsóttur að þú getur keypt hann á eBay fyrir töluvert hærra verð.

Masters Bear Market Booms: $250 Teddy Resells for Thousands
There are only 500 available this week, with shop workers saying that sometimes only 30 to 40 are made available each day.

Frægðarhallarmeðlimur MLB-deildarinnar gerist ljósmyndari

Myndin sem Ken Griffey Jr. tók af Rory McIlroy eftir að hann vann Masters-mótið

Mynd sem náðist af Rory McIlroy eftir að hann vann Masters-mótið vakti athygli fyrir áhugaverðar sakir. Myndin sjálf er auðvitað afskaplega góð en ljósmyndarinn sem tók hana er ekki hin týpíski ljósmyndari. Maðurinn á bakvið myndavélina er maður að nafni Ken Griffey Jr. en hann er fyrrum leikmaður í MLB-deildinni. Griffey var hins vegar enginn meðalmaður í hafnabolta, hann var frekar góður leikmaður. Skoðum CV'ið hans.

Griffey var valinn MVP árið 1997, er í frægðarhöll MLB-deildarinnar, er í 7. sæti yfir flest heimahlaup (e. home-run) í sögu MLB-deildarinnar, tók 13x þátt í stjörnuleiknum, er í frægðarhöll Seattle Mariners og Cincinnati Reds, treyjan hans er uppi í rjáfri hjá Mariners, var valinn í 30 manna lið 20. aldarinnar í MLB-deildinni. Ágætis CV!

Af Wikipedia-síðu Ken Griffey Jr.

Griffey fékk áhuga á ljósmyndun þegar hann var 35 ára. Eftir að ferlinum lauk hefur hann meðal annars eytt tímanum sínum meira í þetta áhugamál og hefur myndað á MLB, NFL og MLS leikjum svo dæmu séu tekin.

Ég þekki lítið sem ekkert til hafnabolta. Ég spurði því ChatGPT hvaða leikmaður væri hliðstæða Ken Griffey Jr. í knattspyrnu til þess að fá eitthvað skiljanlegt samhengi. ChatGPT sagði að það væri Kaká. Verður áhugavert að sjá hvort Kaká muni ná geggjaðri mynd af sigurvegara Wimbledon-mótsins í sumar!

A Hall of Fame baseball player picked up photography in retirement. He captured one of the defining shots of the Masters.
Ken Griffey Jr. told Golf Magazine that even Hall of Famers could get nervous walking into a group of professionals.
Ken Griffey Jr. Explains How He Became a Photographer at This Year’s Masters
Griffey is capturing the chase for a green jacket at Augusta National this weekend.
Ken Griffey Jr. lauded for excellent photos of Rory McIlroy at the 2025 Masters
Ken Griffey Jr. excelling at a sporting event shouldn’t come as a major surprise.

Húsnæði á svæðinu

Business insider tók viðtal við fjölskyldu sem býr í 12 mínútna fjarlægð frá Augusta National golfvellinum. Hvert ár leigja þau út húsið sitt þegar Masters-mótið stendur yfir. Leiguverðið dugir fyrir afborgunum af húsnæðisláninu í heilt ár, ekki amalegt. Þetta minnir mann mikið á það þegar Vestmannaeyingar leigja húsnæði sín yfir verslunarmannahelgina.

Augusta National golfklúbburinn hefur eytt gífurlegum fjármunum í það að kaupa upp lóðir í kringum golfvöllinn. Samkvæmt grein frá The Wall Street Journal árið 2019 þá hefur golfklúbburinn eytt 200 milljón dollurum í jarðakaup. Það eru hins vegar hjón sem hafa síendurtekið neitað að selja lóðina sína og einbýlishúsið sem stendur á því. Herman og Elizabeth Thacker hafa margoft fengið rausnarleg kauptilboð í lóðina frá golfklúbbnum en alltaf neitað. Herman sagði eitt sinn í viðtali að peningar væru ekki allt. Gamli skólinn er með standard því verður ekki neitað.

Einbýlishús Herman og Elizabeth Thacker er efst vinstra megin.
A family rents their home out for Masters week, and it pays their mortgage for the whole year
The Masters Tournament is an opportunity for locals in Augusta, Georgia, and North Augusta, South Carolina, to make extra money renting their homes.
The only house at Augusta that golf’s millions couldn’t buy
Herman and Elizabeth Thacker repeatedly refused to sell home at the Masters course even when offered hugely inflated prices — and helped their grandson, Scott Brown, become a pro golfer
Masters host Augusta National wants this house, but stubborn neighbor still won’t sell
The Masters is underway at Augusta National after players took to the green, but there is another competition near the prestigious club: a land grab.
A 92-year-old woman is a thorn in the side of Augusta National Golf Club, which hosts the iconic Masters; here’s why
Elizabeth Thacker, a 92-year-old resident, has steadfastly refused offers from Augusta National Golf Club to purchase her home, despite neighbors selling for millions. Having lived there for over 60 years, she values her memories and roots more than financial gain. Her defiance has made her a symbol against the club’s expansion efforts.
Fore Rent: Augusta’s $20M Masters Short-Term Home Market
Heading into the week, more than 16,400 nights at companies like Airbnb and Vrbo had been booked for April 7 to 13.

https://www.wsj.com/articles/augusta-nationals-makes-a-200-million-land-grab-11554897600



Samfélagsmiðlar

facebook.com/utanvallar

linkedin.com/company/utanvallar

instagram.com/utanvallar

tiktok.com/@utanvallar

x.com/utanvallar