Apríl 2025

Apríl 2025

Margt og mikið sem gerðist í aprílmánuði, stiklum á stóru á öllu því helsta.


Luka Dončić snýr aftur til Dallas

Dallas Mavericks tók á móti LA Lakers í American Airlines Center höllinni í Dallas þann 9. apríl. ESPN sjónvarpsstöðin tilkynnti að rúmlega 2,3 milljónir manns hefðu horft á útsendinguna. Þetta var hins vegar ekki fyrsta viðureign liðanna eftir umdeilda skiptidílinn á Luka Dončić og Anthony Davis. Liðin öttu kappi í Los Angeles 25. febrúar, þremur vikum eftir skiptidílinn. Sá leikur fékk rúmlega 2,5 milljónir í áhorf.

Dončić’s Dallas Return Delivers Top-Rated ESPN Game of Season
Surprisingly, the first meeting between the two teams on Feb. 25 drew more viewers than Dončić’s return to Dallas.

Max Verstappen fær tilboð aldarinnar

La Gazetta dello Sport greindi frá því að Aston Martin formúluliðið væri tilbúið að leggja fram samningstilboð á borðið hjá Max Verstappen. Samningstilboðið ku hljóða upp á 264 milljónir evra fyrir þriggja ára samning. Það eru hátt í 39 milljarðar króna. Peningarnir koma frá opinbera fjárfestingasjóð Sádí-Arabíu sem á nú þegar 20% hlut í Aston Martin formúluliðinu en hefur hug á því að eignast allt liðið.

Verstappen, offerta shock! 264 milioni in 3 anni per guidare un’Aston Martin
Il Fondo Pif sta comprando la scuderia britannica e punta al 4 volte iridato della Red Bull: passerebbe da 50 a 88 milioni a stagione
Aston Martin prepared to offer Max Verstappen huge deal as Saudi backers ‘plot takeover’
Red Bull driver is being courted by PIF for 2026 when new technical regulations are set to favour Aston Martin and Mercedes
Segja fjöru­tíu milljarða í boði fyrir Verstappen - Vísir
Hollenski ökuþórinn Max Verstappen fengi svimandi háar upphæðir í laun færi svo að hann tæki tilboði Aston Martin um að aka fyrir liðið frá og með næsta ári.
Verstappen Linked to $300M Aston Martin Deal Ahead of Miami GP
Andy Cowell, Aston Martin’s team principal, dodged questions about the potential offer for Verstappen ahead of the Saudi Arabian Grand Prix.

Alexander Ovechkin slær sögulegt met í NHL

Alexander Ovechkin skoraði 895. markið sitt í NHL þann 6. apríl og varð þar með markahæsti leikmaður í sögu NHL-deildarinnar, met sem Wayne Gretzky átti á undan honum. Ovechkin er leikmaður Washington Capitals en hann skoraði markið í útileik gegn New York Islanders. Íshokkýliðið úr stóra eplinu sá sér leik á borði og bauð áhorfendum upp á þann möguleika að fá útprentaðan aðgangsmiða fyrir þá allra hörðustu sem vildu minnast stundarinnar með einhverjum hætti. En sá hængur er á að það myndi kosta áhorfandann 45 dollara, rúmlega 5.800 krónur fyrir eitthvað bréfsnifsi! Miðaverð á leikinn rauk líka upp í aðdraganda leiksins. Ódýrustu miðarnir kostuðu nokkur hundruð dollara.

Islanders Charge $45 to Print Ticket for Ovechkin’s Historic Game
Fans who attended Ovechkin’s record-breaking game are being charged $45 to convert their digital tickets into physical ones.

Tundurskeytakylfan tröllríður öllu vestanhafs

Tímabilið í MLB-deildinni hófst undir lok marsmánuðar og öll umræðan snýst um tundurskeytakylfuna svokölluðu (e. torpedo bat). Kjarnyrt útskýring á kylfunni sjálfri birtist í Viðskiptablaðinu og ég vísa einfaldlega í þá frétt hvað kylfuna sjálfa varðar. Hins vegar hefur áhuginn á kylfunni verið svo mikill meðal almennings að helstu kylfuframleiðendurnir eru byrjaðir að selja kylfuna til neytenda.

Ný kylfa farin að breyta leiknum
Ný hafnaboltakylfa er sögð vera ástæðan á bak við tvö ný met sem slegin voru af New York Yankees.
‘Torpedo’ Bat Sales Boom As Debate Rages About Effectiveness
As debate continues to rage about the effectiveness and fairness of MLB’s “torpedo” bats, the sales are now quickly amassing.
Torpedo bat mania hits MLB: A behind-the-scenes look at the new trend sweeping the big leagues
Some Major League Baseball players are changing up the type of bat they use in favor of ones that feature the thickest part moved more toward the center.

Fækkun í M&A dílum alls staðar nema í íþróttaheiminum

Á fyrsta ársfjórðungi 2025 voru rúmlega 7.551 M&A dílar tilkynntir á heimsvísu. Áratuginn á undan hafa alltaf verið að minnsta kosti tíu þúsund dílar tilkynntir á fyrsta ársfjórðungi. Það hefur hins vegar ekkert lát verið á M&A dílum í íþróttaheiminum. Boston Celtics var til dæmis selt á 6,1 milljarða Bandaríkjadala og síðan keypti framtakssjóðurinn Sixth Street 10% hlut í San Francisco Giants. Einnig hafa verið alls konar viðskipti með fyrirtæki í bransanum.

Sports Deals Defy Larger Global M&A Slowdown
Sports industry dealmaking has been resilient in the face of a broader M&A slowdown. What’s behind the sector’s unique stability?

Umfjöllun Viðskiptablaðsins um fjármál íslenskra knattspyrnuliða

Í liðnum mánuði fjallaði Viðskiptablaðið fjármál íslenskra knattspyrnuliða. Góð lesning!

Hagur fót­boltafélaga vænkar
Knattspyrnudeildir níu af þeim tólf liðum sem spiluðu í Bestu deild karla í fyrra skiluðu hagnaði árið 2024.
Evrópuævintýri Víkinga um­bylti rekstrinum
Eigið fé knattspyrnudeildar Víkings nam hálfum milljarði króna um áramótin.
Hálfur milljarður í leik­mannasölu
Tekjur knattspyrnudeildar Breiðabliks af leikmannasölum nemur tæplega hálfum milljarði króna á síðastliðnum fimm árum.
Evrópu­keppni mikilvæg tekju­lind
Tekjur knattspyrnudeildar Stjörnunnar jukust um 60% milli ára og námu 563 milljónum króna á síðasta ári.
Með 47 milljóna yfir­drátt
Um síðustu áramót skuldaði FH 47 milljónir króna í yfirdráttarlán samanborið við 39 milljónir árið áður. KR-ingar skulduðu 21 milljón króna í yfirdráttarlán í lok árs 2024 og Fylkir 16 milljónir.
Ódýrustu ár­skortin í kringum 20 þúsund krónur
Helmingur liða sem leika í Bestu deild karla selja ódýrasta ársmiðann á 25 þúsund krónur. Dýrustu ársmiðarnir eru hjá Víkingum og Blikum.

Áhrif tollastríðs Trump

Hlaðvarpið The Price of Football ræddi aðeins um möguleg áhrif tollastríðs Trump á íþróttaheiminn. Umfjöllunin er frá 11:35-18:35.

Það voru nokkrir hlutir nefndir í hlaðvarpinu og greinunum. Gengissveiflur á bandaríska dollarnum gæti til dæmis haft áhrif á afborgun lána hjá liðum sem eru með lán í dollurum. Tollarnir gætu haft áhrif á ákvörðun fyrirtækja að auglýsa á búningum félagsliða eða í sjónvarpsútsendingum. Ef almennt verðlag hækkar gæti það leitt til þess að fleiri horfa á íþróttir í gegnum ólögleg streymi. Þá myndi sjónvarpsáskrifendum fækka, sjónvarpsstöðvarnar bjóða minna í sjónvarpsréttindi og félögin fá þar af leiðandi minni pening fyrir sjónvarpsréttindin. Þetta getur haft víðtæk áhrif.

Sports sector can cope with Donald Trump’s tariffs, says AC Milan owner
Redbird founder Gerry Cardinale predicts clubs and leagues will prove ‘resilient’ even if consumer spending falls
Donald Trump tariffs: How might they affect sport?
After US president Donald Trump unveiled his new trade tariffs, BBC sports editor Dan Roan looks at what impact the move could have on the world of sport.

49. þing UEFA í Belgrade

49. þing UEFA fór fram í Belgrade í byrjun apríl. Í kjölfarið birti UEFA fjárhagsskýrslu og ársskýrslu fyrir tímabilið 23/24. Í fjárhagsskýrslunni má meðal annars finna upplýsingar um Evróputekjur Breiðabliks.

https://editorial.uefa.com/resources/0295-1cee154c3733-a7de3ba62d06-1000/uefa_financial_report_23-24_.pdf

https://editorial.uefa.com/resources/0294-1c8a14d59c1d-3ba95a5c86a4-1000/uefa_annual_report_2023-24.pdf

https://editorial.uefa.com/resources/0295-1cee59ab18b5-07a8d2d14f4c-1000/uefa_financial_report_annex_23-24_.pdf


Rándýrir lukkukrakkar

Telegraph fjallaði um lukkukrakka-bransann á Englandi. Ef þú vilt sjá krakkann þinn leiða einhverja stjörnu í úrvalsdeildinni út á völlinn þá gætur þú þurft að borga fúlgur fjár. Sum félög rukka ekkert, hjá öðrum þarftu að vera meðlimur sem kostar nokkra þúsund kalla, hjá sumum kostar það nokkra tugi þúsunda króna og hjá Nottingham Forest kostar það á bilinu 200-300 þúsund krónur. Þegar ég var lítill polli þá leiddi ég leikmann FC Torpedo Zhodino út á Laugardalsvöllinn þegar mínir menn í Fylki mættu þeim í undankeppni Evrópudeildarinnar. Ég hugsa að foreldrar mínir hefðu ekki tímt því að borga 200 þúsund krónur fyrir það.

Revealed: Premier League clubs charging thousands for children to be mascots
Exclusive: Prices have been branded ‘exploitative’ by campaigners with one team charging up to £1,800 for the privilege

Félagshagfræðileg áhrif HM

Í liðnum mánuði birti FIFA tvær skýrslur. Annars vegar um félagshagfræðileg áhrif HM félagsliða árið 2025. Hins vegar um félagshagfræðileg áhrif HM 2026.

https://digitalhub.fifa.com/m/695a5f4df14aba20/original/FIFA-Club-World-Cup-2025-Socioeconomic-impact-analysis.pdf

https://digitalhub.fifa.com/m/152f754a8e1b3727/original/FIFA-World-Cup-2026-Socioeconomic-impact-analysis.pdf


Luka Modrić eignast hlut í Swansea City

Það bárust fréttir af því að miðjumaðurinn ólseigi hefði keypt hlut í Swansea City í liðnum mánuði. Það hafa engar upplýsingar komið fram um verðmiðann né stærð hlutarins sem Modrić keypti.

Luka Modric becomes Swansea City ‘investor and co-owner’
Real Madrid and Croatia legend Luka Modric becomes an “investor and co-owner” with a minority stake in Swansea City.
Modric kaupir hlut í félagi í enska boltanum
Króatíski miðjumaðurinn Luka Modric er ekki alveg hættur að spila en hann er farinn að hugsa um hvað hann ætlar að gera eftir ferilinn. Wales Online segir frá því í dag að Modric sé að fjárfesta í fótboltafélaginu Swansea og mun hann eignast hlut í félaginu.

Umboðslaun

Félögin í ensku úrvalsdeildinni eyddu samtals 409,1 milljónum punda í umboðslaun í janúarglugganum og síðasta sumarglugga. Það er í kringum 70,1 milljarðar króna sem væri ígildi þess að kaupa 17,5 milljónir nammigrísa frá Bónus. Ef þessum grísum væri svo útdeilt á alla íbúa Íslands þá myndi hver og einn fá ca. 45 nammigrísi.

45 nammigrísar hljóta að endast manni heillengi.
Chelsea eyddi tíu milljörðum í um­boðs­menn - Vísir
Chelsea og Manchester City eyddu langmestu í umboðsmenn af liðunum í ensku úrvalsdeildinni.
Chelsea: Premier League side spent £60m on agents during 2024-25
Chelsea spent the most on agents fees of all Premier League clubs for the second successive year.
Chelsea top the agent spending charts again as fees reach over £60m
Chelsea outspent every Premier League rival for the second year running — and shelled out nearly three times more than any team in the Women’s Super League

Nýir aðilar í eigendahóp Everton

Undir lok mánaðarins var tilkynnt að tveir nýir aðilar væru komnir inn í eigendahóp Everton. Annar þeirra er Christopher Sarofim sem er 62 ára gamall milljarðamæringur frá Bandaríkjunum. Hinn er hins vegar þekktara nafn. Jason Kidd, þjálfari Dallas Mavericks og fyrrverandi leikmaður í NBA-deildinni, er einnig kominn inn í eigendahópinn.

Milljarðamæringur kemur inn í eigendahóp Everton
Bandaríski milljarðamæringurinn Christopher Sarofim er kominn inn í eigendahóp Everton. Þessi 62 ára sjóðsstjóri á einnig hlut í NFL-félaginu Houston Texans. Sarofim mun fá áheyrnarsæti í stjórn Everton en persónuleg auður hans er sagður vera meira en 3,7 milljarðar dala.
Everton Accelerates Rebound With New Investor
The Premier League club was in distress before a December buyout. Now it’s boosting its financial health even further.
Þjálfari Dallas Mavericks orðinn einn eigenda Everton
Fyrrum NBA-leikmaðurinn Jason Kidd er orðinn einn af eigendum enska úrvalsdeildarfélagsins Everton en þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðu félagsins í dag.
Jason Kidd joins Everton ownership group: Former NBA player is coach of Dallas Mavericks
NBA legend Jason Kidd joins Everton’s American ownership group, say the Premier League club.
NBA great Jason Kidd joins ownership group of Premier League soccer club Everton
NBA great Jason Kidd has entered the soccer world by joining the ownership group of English Premier League club Everton.
Everton announce US billionaire Christopher Sarofim as new investor
Everton have announced a new investor, with the American billionaire Christopher Sarofim joining their ownership group

Leeds ætlar að stækka Elland Road

Það virðist allt stefna í það að Leeds muni stækka heimavöllinn sinn, Elland Road, innan tíðar. Nú á dögunum birti félagið fyrirhugaðar teikningar af stækkuninni. Völlurinn hefur í dag pláss fyrir 37.645 áhorfendur en áætlað er að fjölga því upp í 53 þúsund.

Leeds United unveil plans for Elland Road expansion
Leeds United have revealed plans and images for a proposed expansion of the club’s Elland Road Stadium.Last week, Leeds City Council’s Executive Board unanimously agreed the regeneration project a…
New images of Leeds United stadium transformation unveiled
Proposals to modernise and expand Leeds United’s Elland Road ground have been backed by councillors.
Leeds unveil new stadium plans as they target 53,000-seater
AADAM PATEL: The first images showing what Elland Road could look like if expansion plans are given the go-ahead have been released by Leeds United.

Washington Commanders mögulega að fara byggja nýjan völl

NFL-liðið Washington Commanders og Muriel Bowers, borgarstjóri í Washington D.C., tilkynntu um uppbyggingu á nýjum heimavelli. Liðið hefur spilað á Northwest Stadium frá árinu 1997 en sá völlur er staðsettur í Maryland, rétt fyrir utan Washington D.C. Þessi nýi heimavöllur á að rísa þar sem RFK völlurinn stóð forðum daga, en það var heimavöllur Commanders frá árinu 1961-1996. Áætlað er að völlurinn muni kosta 3,7 milljarða dollara og rúmlega 1,1 milljarðar dollara á að koma úr vösum skattgreiðenda í Washington D.C., borgarstjórnin á þó ennþá eftir að samþykkja það.

What’s next in the Commanders’ process of building a new stadium in Washington
NFL Commissioner Roger Goodell acknowledged that a new, state-of-the-art Commanders stadium in Washington would drastically increase the chances of the U.S. capital hosting the Super Bowl for the first time.

https://www.washingtonpost.com/sports/2025/04/29/commanders-stadium-deal-city-council-dc/

Mayor Bowser and Washington Commanders announce historic deal to bring the team Home and activate 180 acres of opportunity at the RFK campus
$2.7 Billion Investment from the Commanders is the Single Largest Private Investment in District History.

Samfélagsmiðlar

facebook.com/utanvallar

linkedin.com/company/utanvallar

instagram.com/utanvallar

tiktok.com/@utanvallar

x.com/utanvallar