Ársreikningar Breiðabliks og Lech Poznań

Ársreikningar Breiðabliks og Lech Poznań

Breiðablik mætir Lech Poznań í 2. umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Ég fann ársreikning Lech Poznań á heimasíðunni þeirra og þökk sé Google Translate ætla ég að bera hann saman við ársreikning Breiðabliks.


Tekjur

Tekjur í rekstrarreikningi Breiðabliks og Lech Poznań.

Tekjur Lech Poznań eru 480,4% hærri en tekjur Breiðabliks.

Rekstrargjöld

Gjöld í rekstrarreikningi Breiðabliks og Lech Poznań.

Rekstrargjöld Lech Poznań eru 465,4% hærri en rekstrargjöld Breiðabliks.

Laun og launatengd gjöld

Laun og launatengd gjöld í rekstrarreikningi Breiðabliks og Lech Poznań.

Laun og launatengd gjöld Lech Poznań eru 13,7% hærri en laun og launatengd gjöld Breiðabliks.

Þetta er þó ekki alveg eins einfalt. Í ársreikningi Breiðabliks er gjaldaliður sem heitir þjálfun, leikmenn og yfirstjórn. Undir þeim lið eru laun flokkuð ásamt fleiri þáttum. Einnig grunar mig að launatölur Lech Poznań taki bara til starfsmanna félagsins. Það er gjaldaliður sem heitir usługi obcei sem þýðir utanaðkomandi þjónustu (e. external services) samkvæmt google translate. Kæmi mér ekki á óvart ef laun leikmanna séu undir þessum gjaldalið.

Afkoma

Afkoma í rekstrarreikningi Breiðabliks og Lech Poznań.

Það var töluverður hallarekstur hjá Lech Poznań á síðasta ári.

Eignir

Eignir í efnahagsreikningi Breiðabliks og Lech Poznań.

Eignir Lech Poznań eru 701,5% hærri en eignir Breiðabliks.

Handbært fé

Handbært fé í efnahagsreikningi Breiðabliks og Lech Poznań.

Handbært fé Breiðabliks er 2.635,7% hærri en handbært fé Lech Poznań. Til samanburðar er þó gott að hafa í huga að handbært fé Lech Poznań var 719 milljónir kr. í upphafi fjárhagsársins. Þeir brenndu pening á síðasta ári.

Skuldir

Skuldir í efnahagsreikningi Breiðabliks og Lech Poznań.

Skuldir Lech Poznań eru 1.103,7% hærri en skuldir Breiðabliks. Til samanburðar þá er skuldahlutfall Lech Poznań 69,6% en skuldahlutfall Breiðabliks er 46,3%.

Eigið fé

Eigið fé í efnahagsreikningi Breiðabliks og Lech Poznań.

Eigið fé Lech Poznań er 354,3% hærri en eigið fé Breiðabliks.


Ársreikningarnir



Samfélagsmiðlar

facebook.com/utanvallar

linkedin.com/company/utanvallar

instagram.com/utanvallar

tiktok.com/@utanvallar

x.com/utanvallar