Ársreikningar Breiðabliks og Zrinjski Mostar

Breiðablik mætir HŠK Zrinjski Mostar í 3. umferð undankeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. Ég fann ársreikning Zrinjski Mostar á heimasíðunni þeirra og þökk sé Google Translate ætla ég að bera hann saman við ársreikning Breiðabliks.
Rekstrartekjur

Rekstrartekjur Zrinjski Mostar voru 12,3% hærri en rekstrartekjur Breiðabliks.
Rekstrargjöld

Rekstrargjöld Zrinjski Mostar voru 1,5% hærri en rekstrargjöld Breiðabliks.
Laun og launatengd gjöld

Laun og launatengd gjöld hjá Breiðabliki falla undir gjaldaliðinn þjálfun, leikmenn og yfirstjórn ásamt fleiri þáttum. Laun og launatengd gjöld Breiðabliks eru þá væntanlega lægri en 591,8 milljónir kr.
Hlutfall launa af rekstrartekjum hjá Zrinjski Mostar er 64,7% og 80,2% hjá Breiðabliki miðað við gjaldaliðinn þjálfun, leikmenn og yfirstjórn.
Greiðslur til umboðsmanna

Greiðslur Zrinjski Mostar til umboðsmanna voru 121,7% hærri en greiðslur Breiðabliks til umboðsmanna.
Afkoma

Afkoma Breiðabliks var rúmlega helmingi lægri en afkoma Zrinjski Mostar.
Eignir

Eignir Zrinjski Mostar voru 42,9% hærri en eignir Breiðabliks.
Handbært fé

Handbært fé Breiðabliks 283,8% hærra en handbært fé Zrinjski Mostar.
Skuldir

Skuldir Zrinjski Mostar voru 384,3% hærri en skuldir Breiðabliks. Þá var skuldahlutfall Zrinjski Mostar 157,0% samanborið við 46,3% skuldahlutfall hjá Breiðabliki.
Eigið fé

Eigið fé Breiðabiks var jákvætt um 232,3 milljónir kr. á meðan eigið fé Zrinjski Mostar var 585,0 milljónum kr. lægra.