Ársreikningur Breiðabliks og KF Egnatia

Fyrr í dag var dregið í 1. umferð í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Íslandsmeistarar Breiðabliks drógust þar gegn albanska liðinu KF Egnatia. Ég fann ársreikning KF Egnatia á heimasíðunni þeirra og því er tilvalið að bera saman ársreikninga þessara tveggja liða. Ég þurfti auðvitað að nýta mér Google Translate þannig það voru einhverjar þýðingar sem ég náði ekki alveg að átta mig á. Þar af leiðandi verður þessi yfirferð nokkuð stutt. Höldum því líka til haga að í ársreikningi Breiðabliks eru yngri flokkar teknir með, sem er auðvitað gríðarlega stórt batterí. Ég er ekki klár á því hvort ársreikningur KF Egnatia sé bara fyrir karlaliðið eða hvort yngri flokkar eða kvennaliðið sé einnig tekið með. Læt myndirnar tala sínu máli.
Rekstrartekjur

Rekstrarkostnaður
