Ársreikningur HSÍ 2024

Ársreikningur HSÍ 2024

Tólf einstaklingar kvittuðu undir ársreikning HSÍ fyrir árið 2024 með rafrænni undirskrift. Þetta voru stjórnarmeðlimir, framkvæmdastjóri, uppgjörsaðili og skoðunarmenn. Það virðist hins vegar enginn þeirra hafa tekið eftir því að sjóðstreymið í ársreikningnum er kolrangt og inniheldur augljósar villur.

Rekstur HSÍ hefur verið gríðarlega þungur að undanförnu. Síðustu tvö fjárhagsár hefur HSÍ verið rekið með tapi upp á 129 milljónir króna, eigið fé er neikvætt og skuldir hafa hrannast upp. Maður myndi halda að í slíkum aðstæðum myndu hlutaðeigandi aðilar skoða ársreikninginn gaumgæfilega. Þá hefði blasið við sjóðstreymi sem ekkert vit er í.

Þetta er einnig nokkuð áhugavert í ljósi þess að handbært fé HSÍ í árslok 2024 var 43 þúsund krónur. Maður hefði haldið að það eitt og sér myndi skapa hvata hjá hlutaðeigandi aðilum að skoða hvað peningur HSÍ hefur farið í á liðnu ári. Það eru auðvitað margar leiðir til þess að gera það en sjóðstreymið er ein af þeim.


Tekjur

Rekstrartekjur HSÍ frá 2017-2024.

Á síðasta ári voru rekstrartekjur HSÍ samtals 475 milljónir kr. en tekjurnar hafa vaxið um 114,7% frá árinu 2017, sem er ca. 72,2% umfram verðlagsbreytingar. Þá hefur árlegur CAGR vöxtur verið 11,5%.

Í ársreikningi HSÍ er tekjum skipt niður í fimm tekjuliði: Styrkir ÍSÍ og Lottó, styrkir frá öðrum styrktaraðilum, tekjur af landsliðum, tekjur af mótahaldi og aðrar tekjur.

Sundurliðun á rekstrartekjum frá 2017-2024.

Styrkir frá ÍSÍ og Lottó

Styrkir frá ÍSÍ og Lottó frá 2017-2024.

Á síðasta ári voru styrkir frá ÍSÍ og Lottó samtals 130 milljónir kr. en þessi tekjuliður hefur vaxið um 98,0% frá árinu 2017, sem er ca. 55,5% umfram verðlagsbreytingar. Þá hefur árlegur CAGR vöxtur verið 10,2%. Þessi tekjuliður var 27,4% af rekstrartekjum HSÍ á síðasta ári en á öllu tímabilinu hefur tekjuliðurinn að meðaltali verið 32,0% af rekstrartekjum HSÍ.

Hlutfall tekjuliðsins styrkir frá ÍSÍ og Lottó af rekstrartekjum HSÍ frá 2017-2024.

Styrkir frá öðrum styrktaraðilum

Styrkir frá öðrum styrktaraðilum frá 2017-2024.

Á síðasta ári voru styrkir frá öðrum styrktaraðilum samtals 143 milljónir kr. en þessi tekjuliður hefur vaxið um 74,4% frá árinu 2017, sem er ca. 31,9% umfram verðlagsbreytingar. Þá hefur árlegur CAGR vöxtur verið 8,3%. Þessi tekjuliður var 30,2% af rekstrartekjum HSÍ á síðasta ári en á öllu tímabilinu hefur tekjuliðurinn að meðaltali verið 33,2% af rekstrartekjum HSÍ. Þessi tekjuliður er gjarnan stærsti tekjuliður HSÍ.

Hlutfall tekjuliðsins styrkir frá öðrum styrktaraðilum af rekstrartekjum HSÍ frá 2017-2024.

Tekjur af landsliðum

Tekjur af landsliðum frá 2017-2024.

Á síðasta ári voru tekjur af landsliðum samtals 44 milljónir kr. en þessi tekjuliður hefur vaxið um 53,5% frá árinu 2017, sem er ca. 11,0% umfram verðlagsbreytingar. Þá hefur árlegur CAGR vöxtur verið 6,3%. Þessi tekjuliður var 9,4% af rekstrartekjum HSÍ á síðasta ári en á öllu tímabilinu hefur tekjuliðurinn að meðaltali verið 9,1% af rekstrartekjum HSÍ. Þessi tekjuliður hefur sveiflast aðeins á tímabilinu.

Hlutfall tekjuliðsins tekjur af landsliðum af rekstrartekjum HSÍ frá 2017-2024.

Tekjur af mótahaldi

Tekjur af mótahaldi frá 2017-2024.

Á síðasta ári voru tekjur af mótahaldi samtals 61 milljónir kr. en þessi tekjuliður hefur vaxið um 228,4% frá árinu 2017, sem er ca. 185,9% umfram verðlagsbreytingar. Þá hefur árlegur CAGR vöxtur verið 18,5%. Þessi tekjuliður var 12,9% af rekstrartekjum HSÍ á síðasta ári en á öllu tímabilinu hefur tekjuliðurinn að meðaltali verið 7,3% af rekstrartekjum HSÍ. Þessi tekjuliður tók þvílíkt stökk árið 2024 og rúmlega þrefaldaðist á milli ára. HSÍ ákvað að fara nýjar leiðir hvað sjónvarpsréttindi varðar. Til þess að horfa á Olís og Grill 66 deildirnar þarftu nú að kaupa Handboltapassann, sem er dreift með aðstoð Símans. Mánaðaráskriftin kostar 1.990 kr. og ef við gerum ráð fyrir því að allar tekjurnar komi frá mánaðaráskriftum þá er um að ræða 18.114 áskriftir í heildina eða sem um nemur 1.510 áskriftum á mánuði yfir allt árið 2024.

Úr skýringum í ársreikningi HSÍ 2024.
Hlutfall tekjuliðsins tekjur af mótahaldi af rekstrartekjum HSÍ frá 2017-2024.

Aðrar tekjur

Aðrar tekjur frá 2017-2024.

Á síðasta ári voru aðrar tekjur samtals 95 milljónir kr. en þessi tekjuliður hefur vaxið um 274,8% frá árinu 2017, sem er ca. 232,3% umfram verðlagsbreytingar. Þá hefur árlegur CAGR vöxtur verið 20,8%. Þessi tekjuliður var 20,1% af rekstrartekjum HSÍ á síðasta ári en á öllu tímabilinu hefur tekjuliðurinn að meðaltali verið 18,4% af rekstrartekjum HSÍ. Þessi tekjuliður er frekar sveiflukenndur eins og sjá má á myndinni fyrir ofan.

Úr skýringum í ársreikningi HSÍ 2024.
Hlutfall tekjuliðsins aðrar tekjur af rekstrartekjum HSÍ frá 2017-2024.

Rekstrarkostnaður

Rekstrarkostnaður frá 2017-2024.

Á síðasta ári var rekstrarkostnaður HSÍ samtals 514 milljónir kr. en kostnaður sambandsins hefur vaxið um 100,3% frá árinu 2017, sem er ca. 57,8% umfram verðlagsbreytingar. Þá hefur árlegur CAGR vöxtur verið 10,4%.

Í ársreikningi HSÍ er kostnaði skipt niður í sex kostnaðarliði: Kostnaður landsliða, mótakostnaður, laun og launatengd gjöld, skrifstofu og stjórnunarkostnaður, annar rekstrarkostnaður og afskriftir.

Sundurliðun á rekstrarkostnaði frá 2017-2024.

Kostnaður landsliða

Kostnaður landsliða frá 2017-2024.

Á síðasta ári voru aðrar tekjur samtals 285 milljónir kr. en þessi kostnaðarliður hefur vaxið um 121,6% frá árinu 2017, sem er ca. 79,1% umfram verðlagsbreytingar. Þá hefur árlegur CAGR vöxtur verið 12,0%. Þessi kostnaðarliður var 55,5% af rekstrarkostnaði HSÍ á síðasta ári en á öllu tímabilinu hefur kostnaðarliðurinn að meðaltali verið 56,0% af rekstrarkostnaði HSÍ.

Hlutfall kostnaðarliðsins kostnaður landsliða af rekstrarkostnaði HSÍ frá 2017-2024.

Mótakostnaður

Mótakostnaður frá 2017-2024.

Á síðasta ári voru aðrar tekjur samtals 122 milljónir kr. en þessi kostnaðarliður hefur vaxið um 156,0% frá árinu 2017, sem er ca. 113,5% umfram verðlagsbreytingar. Þá hefur árlegur CAGR vöxtur verið 14,4%. Þessi kostnaðarliður var 23,7% af rekstrarkostnaði HSÍ á síðasta ári en á öllu tímabilinu hefur kostnaðarliðurinn að meðaltali verið 15,3% af rekstrarkostnaði HSÍ.

Hlutfall kostnaðarliðsins mótakostnaður af rekstrarkostnaði HSÍ frá 2017-2024.

Laun og launatengd gjöld

Laun og launatengd gjöld frá 2017-2024.

Á síðasta ári voru aðrar tekjur samtals 71 milljónir kr. en þessi kostnaðarliður hefur vaxið um 106,9% frá árinu 2017, sem er ca. 64,4% umfram verðlagsbreytingar. Þá hefur árlegur CAGR vöxtur verið 10,9%. Þessi kostnaðarliður var 13,9% af rekstrarkostnaði HSÍ á síðasta ári en á öllu tímabilinu hefur kostnaðarliðurinn að meðaltali verið 18,1% af rekstrarkostnaði HSÍ.

Hlutfall kostnaðarliðsins laun og launatengd gjöld af rekstrarkostnaði HSÍ frá 2017-2024.

Skrifstofu og stjórnunarkostnaður

Skrifstofu og stjórnunarkostnaður frá 2017-2024.

Á síðasta ári voru aðrar tekjur samtals 21 milljónir kr. en þessi kostnaðarliður hefur vaxið um 153,7% frá árinu 2017, sem er ca. 111,2% umfram verðlagsbreytingar. Þá hefur árlegur CAGR vöxtur verið 14,2%. Þessi kostnaðarliður var 4,2% af rekstrarkostnaði HSÍ á síðasta ári en á öllu tímabilinu hefur kostnaðarliðurinn að meðaltali verið 4,8% af rekstrarkostnaði HSÍ.

Hlutfall kostnaðarliðsins skrifstofu og stjórnunarkostnaður af rekstrarkostnaði HSÍ frá 2017-2024.

Annar rekstrarkostnaður

Annar rekstrarkostnaður frá 2017-2024.

Á síðasta ári var annar rekstrarkostnaður samtals 8 milljónir kr. en þessi kostnaðarliður hefur dregist saman um 29,3% frá árinu 2017. Þá hefur árlegur CAGR vöxtur verið neikvæður upp á 4,8%. Þessi kostnaðarliður var 1,6% af rekstrarkostnaði HSÍ á síðasta ári en á öllu tímabilinu hefur kostnaðarliðurinn að meðaltali verið 3,1% af rekstrarkostnaði HSÍ. Eins og sjá má á myndinni fyrir ofan þá hefur þessi kostnaðurliður verið sveiflukenndur í gegnum árin.

Hlutfall kostnaðarliðsins annar rekstrarkostnaður af rekstrarkostnaði HSÍ frá 2017-2024.

Afskriftir

Afskriftir frá 2017-2024.

Á síðasta ári var annar rekstrarkostnaður samtals 5 milljónir kr. Þessi kostnaðarliður var 1,1% af rekstrarkostnaði HSÍ á síðasta ári en á öllu tímabilinu hefur kostnaðarliðurinn að meðaltali verið 0,3% af rekstrarkostnaði HSÍ. Eins og sjá má á myndinni fyrir ofan þá hefur þessi kostnaðurliður oftast staðið á núlli en það varð hins vegar mikil aukning á síðasta ári.

Hlutfall kostnaðarliðsins afskriftir af rekstrarkostnaði HSÍ frá 2017-2024.

En hvað er verið að afskrifa? Jú það er HSÍ TV eignin sem er afskrifuð en afskriftarhlutfall hennar er 20%.

Úr skýringum í ársreikningi HSÍ 2024.
Úr skýringum í ársreikningi HSÍ 2024.

Afkoman

Uppsöfnuð afkoma HSÍ frá árinu 2017 er neikvæð upp 69.980.349 kr. en það er auðvitað ekki sjálfbært til langs tíma.


Eignir

Sundurliðun á eignum HSÍ frá 2017-2024.

Heildareignir HSÍ hafa hækkað töluvert frá því sem var árið 2017. Eignirnar náðu hámarki árið 2022 þegar þær voru 128 milljónir kr. en á síðasta ári voru þær ríflega helmingi lægri, ca. 67 milljónir kr.

Rekstrarfjármunir

Rekstrarfjármunir HSÍ 2017-2024.

Á síðasta ári voru rekstrarfjármunir samtals 23 milljónir kr. en þessi eign hefur stækkað töluvert frá árinu 2017. Þessi eign var 34,4% af heildareignum HSÍ á síðasta ári en á öllu tímabilinu hefur þessi eign að meðaltali verið 10,9% af heildareignum HSÍ. En af hverju fór þessi eign úr því að vera núll kr. árið 2022 í það að vera 23 milljónir árið 2024? Jú, það er enn og aftur HSÍ TV.

Úr skýringum í ársreikningi HSÍ 2024.

Viðskiptakröfur

Viðskiptakröfur HSÍ 2017-2024.

Á síðasta ári voru viðskiptakröfur samtals 22 milljónir kr. en þessi eign náði hámarki árið 2023. Þessi eign var 33,2% af heildareignum HSÍ á síðasta ári en á öllu tímabilinu hefur þessi eign að meðaltali verið 47,5% af heildareignum HSÍ og er vanalega stærsta eignin í efnahagsreikningi HSÍ.

Hlutfall viðskiptakrafna af heildareignum HSÍ 2017-2024.

Handbært fé

Handbært fé í ársreikningum HSÍ 2017-2024.

Á síðasta ári var handbært fé samtals 43 þúsund kr. en þessi eign náði hámarki árið 2020. Þessi eign var 0,1% af heildareignum HSÍ á síðasta ári en á öllu tímabilinu hefur þessi eign að meðaltali verið 8,6% af heildareignum HSÍ. Ástæðan fyrir því að handbært fé var svona gífurlega mikið árið 2020 má helst rekja til þess að hagnaður HSÍ það árið voru 53 milljónir kr.

Hlutfall handbærs fjár af heildareignum í ársreikningi HSÍ 2017-2024.

Skuldir

Sundurliðun á skuldum HSÍ frá 2017-2024.

Eins og sjá má á myndinni hér að ofan þá hafa skuldir HSÍ hrannast upp frá árinu 2021. Viðskiptaskuldir eru meira en 2/3 af heildarskuldum HSÍ.

Viðskiptaskuldir

Viðskiptaskuldir í ársreikningum HSÍ 2017-2024.

Á síðasta ári voru viðskiptaskuldir samtals 96 milljónir kr. en þessi skuldaliður hefur aldrei verið eins hár í ársreikningi HSÍ. Þessi skuldaliður var 72,9% af heildarskuldum HSÍ á síðasta ári en á öllu tímabilinu hefur þessi skuldaliður að meðaltali verið 55,7% af heildarskuldum HSÍ.

Hlutfall viðskiptaskulda af heildarskuldum í ársreikningi HSÍ 2017-2024.

Skuldir við lánastofnanir

Skuldir við lánastofnanir í ársreikningum HSÍ 2017-2024.

Á síðasta ári voru skuldir við lánastofnanir samtals 16 milljónir kr. Þessi skuldaliður var 12,7% af heildarskuldum HSÍ á síðasta ári en á öllu tímabilinu hefur þessi skuldaliður að meðaltali verið 12,2% af heildarskuldum HSÍ.

Hlutfall skulda við lánastofnanir af heildarskuldum í ársreikningi HSÍ 2017-2024.

Aðrar skammtímaskuldir

Aðrar skammtímaskuldir í ársreikningum HSÍ 2017-2024.

Á síðasta ári voru aðrar skammtímaskuldir samtals 19 milljónir kr. Þessi skuldaliður var 14,4% af heildarskuldum HSÍ á síðasta ári en á öllu tímabilinu hefur þessi skuldaliður að meðaltali verið 32,1% af heildarskuldum HSÍ. Eins og sjá má á myndinni hér að ofan þá hafa aðrar skammtímaskuldir rokkað upp og niður í gegnum árin. Á síðasta ári þá skiptust aðrar skammtímaskuldir í sex undirliði: virðisaukaskattur, ógreidd laun og launatengd gjöld, dómarakostnaður - vörslufé, ferðajöfnunarsjóður og fyrirfram innheimtar tekjur.

Hlutfall annarra skammtímaskulda af heildarskuldum í ársreikningi HSÍ 2017-2024.
Úr skýringum í ársreikningi HSÍ 2017-2024.

Eigið fé

Eigið fé í ársreikningi HSÍ 2017-2024.

Meðalstaða eigin fjár hjá HSÍ hefur verið -9.443.175 kr. á tímabilinu.


Sjóðstreymi

Úr ársreikningi HSÍ 2017-2024.

Sjóðstreymið í ársreikningi HSÍ er einhver algjör apaskítur. Summan af handbæru fé til rekstrar, fjárfestingarhreyfingum og fjármögnunarhreyfingum er -1.536.000 kr. samkvæmt sjóðstreyminu. Glöggir sjá hins vegar að það stemmir engan veginn. Summan af því ætti að vera -28.108.000 kr., ekki -1.536.000 eins og sjóðstreymið segir.

Þegar betur er gáð þá eru ýmsir vankantar á sjóðstreyminu.

Rekstrartengdar eignir

Í sjóðstreyminu segir að breytingin á rekstrartengdum eignum sé -9.062.000 kr. en það stemmir ekki ef litið er á efnahagsreikninginn. Út frá honum þá ætti breytingin á rekstrartengdum eignum að vera 19.918.000 kr.

Úr efnahagsreikningi HSÍ 2024.

Rekstrartengdar skuldir

Í sjóðstreyminu segir að breytingin á rekstrartengdum skuldum séu 40.665.000 kr. en það stemmir heldur ekki ef litið er á efnahagsreikninginn. Út frá honum þá sýnist mér að breytingin ætti að vera 25.749.000 kr. Sú tala er fengin með því að finna mismun viðskiptaskulda og annarra skammtímaskulda á milli ára auk þess sem við bætum gengismuninum við. Það er örlítið skítamix að bæta gengismuninum við, en þannig getum við fengið handbæra féð í árslok til þess að stemma.

Úr efnahagsreikningi HSÍ 2024.

Fjárfestingahreyfingar

Í sjóðstreyminu segir að fjárfestingahreyfingar hafi verið -23.000.000 kr. sem er kolvitlaust. Hér er verið að rugla saman bókfærðu virði rekstrarfjármunarins en það er vissulega 23 milljónir kr. Á árinu 2024 var hins vegar fjárfest fyrir 10.493.000 kr. samkvæmt skýringum og því ætti það að vera upphæðin í fjárfestingahreyfingum.

Úr efnahagsreikningi HSÍ 2024.
Úr efnahagsreikningi HSÍ 2024.

En hvernig ætti þá sjóðstreymið að líta út?

Veltuféð stemmir í upphaflega sjóðstreyminu og því verður engin breyting á því (-38.677). Það á sér hins vegar stað breyting á rekstrartengdum eignum og skuldum eins og farið var yfir hér að ofan.

Síðan færum við inn rétta fjárfestingahreyfingu og fjármögnunarhreyfingin helst óbreytt þar sem hún var rétt.

Þannig endum við með 42.000 kr. í handbært fé í árslok sem ætti að vera innan skekkjumarka þar sem tölurnar eru uppgefnar í þúsundum króna og því eitthvað um námundun í ársreikningnum.

Svona ætti sjóðstreymið að líta út.
Útleiðsla á breytingu á rekstrartengdum eignum.
Útleiðsla á breytingu á rekstrartengdum skuldum.

Ársreikningar



Samfélagsmiðlar

facebook.com/utanvallar

linkedin.com/company/utanvallar

instagram.com/utanvallar

tiktok.com/@utanvallar

x.com/utanvallar