Eru núverandi áætlanir um Laugar­dals­völl skyn­sam­legar?

Eru núverandi áætlanir um Laugar­dals­völl skyn­sam­legar?

Knattspyrnusamband Íslands áætlar að nýr þjóðarleikvangur muni taka 12 þúsund manns í sæti. Í skýrslu sem gefin var út árið 2020 þótti fýsilegast að reisa 15 þúsund manna leikvang. Ákvörðunin um hversu mörg sæti skulu vera á vellinum er alls ekki auðveld.

Greinin var fyrt birt í Viðskiptablaðinu 8. október 2025.



Í viðtali við Sýn í byrjun septembermánaðar sagði Þorvaldur Örlygsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands (KSÍ), að KSÍ setji nú stefnuna á nýjan þjóðarleikvang sem tekur 12 þúsund manns í sæti og verður það gert með því að byggja þrjár nýjar stúkur og halda vesturstúkunni að mestu óbreyttri.

Í byrjun árs 2020 var efnt til útboðs á ráðgjafarþjónustu fyrir Þjóðarleikvang ehf. þar sem markmiðið var að leita tilboða í ráðgjöf um kostnaðar- og tekjumat vegna fjögurra mismunandi sviðsmynda við endurnýjun Laugardalsvallar.

Breska ráðgjafarfyrirtækið AFL Architects varð fyrir valinu og þeir gáfu út skýrslu seinna um árið. AFL taldi að sviðsmynd C væri fýsilegust en sú sviðsmynd felur í sér 15 þúsund manna völl án þaks. AFL var hins vegar með tvær útfærslur af þessari sviðsmynd. Annars vegar sviðsmynd C sem felur í sér fjórar nýjar stúkur og hins vegar sviðsmynd C1 sem felur í sér þrjár nýjar stúkur en óbreyttri vesturstúku.

Listin að áætla eftirspurn

Ákvörðunin um hversu mörg sæti skulu vera á vellinum er alls ekki auðveld. Þegar áhuginn á A-landsliði karla var sem mestur fyrir hartnær áratugi síðan var reglulega uppselt á leiki og það hefði eflaust verið hægt að selja 20 þúsund miða á einhverja leiki. Í nýafstöðnum landsliðsglugga var uppselt á bæði leikinn gegn Úkraínu sem og gegn Frakklandi. Á undan því var síðast uppselt á leik gegn Portúgal sumarið 2023 og þar á undan gegn Frakklandi haustið 2019. Listin að áætla eftirspurn

Laugardalsvöllur tekur 9.800 manns í sæti, ef KSÍ ætlar sér að byggja 12 þúsund manna völl er um að ræða 22,5% aukningu í sætaframboði. Miðað við núverandi áhuga landsmanna á landsliðunum er 12 þúsund manna völlur eflaust nokkuð mátulegur. Ef horft er til íbúafjöldans á Íslandi myndi 3,1% þjóðarinnar rúmast fyrir á 12 þúsund manna velli. Samkvæmt mannfjöldaspá Hagstofunnar verður íbúafjöldinn tæplega 561 þúsund eftir 25 ár og gæti því 2,1% þjóðarinnar rúmast á 12 þúsund manna velli.

Því er spurning hvort völlurinn verði á þeim tímapunkti orðinn of lítill. Það hefur heldur betur tekið sinn tíma að hrinda framkvæmdum af stað á núverandi Laugardalsvelli sem er vel kominn til ára sinna. Hversu auðvelt ætli það verði þá að falast eftir fjármagni frá stjórnvöldum í framtíðinni til þess eins að fjölga sætum á velli sem annars stenst allar kröfur UEFA? Á sama tíma er það hins vegar ekki góð nýting á skattpeningum almennings að byggja of stóran völl með tilheyrandi aukakostnaði.Laugardalsvöllur tekur 9.800 manns í sæti, ef KSÍ ætlar sér að byggja 12 þúsund manna völl er um að ræða 22,5% aukningu í sætaframboði. Miðað við núverandi áhuga landsmanna á landsliðunum er 12 þúsund manna völlur eflaust nokkuð mátulegur. Ef horft er til íbúafjöldans á Íslandi myndi 3,1% þjóðarinnar rúmast fyrir á 12 þúsund manna velli. Samkvæmt mannfjöldaspá Hagstofunnar verður íbúafjöldinn tæplega 561 þúsund eftir 25 ár og gæti því 2,1% þjóðarinnar rúmast á 12 þúsund manna velli.

Að endurnýta það sem gamalt er

AFL taldi eins og fyrr segir að sviðsmynd C væri fýsilegust en sú sviðsmynd felur í sér 15 þúsund manna völl án þaks. AFL var hins vegar með tvær útfærslur af þessari sviðsmynd. Annars vegar sviðsmynd C sem felur í sér fjórar nýjar stúkur og hins vegar sviðsmynd C1 sem felur í sér þrjár nýjar stúkur en óbreyttri vesturstúku.

Skýrslan benti á að þótt að sviðsmynd C1 væri ódýrari í byggingu þá muni það skila sér í töluvert lægri tekjum. Kostnaðurinn við framkvæmdir á sviðsmynd C var áætlaður 10,5 milljarðar króna, rúmlega 14,2 milljarðar króna að núvirði, en 8,6 milljarðar króna, tæplega 11,7 milljarðar króna að núvirði, í sviðsmynd C1. Það munar því ríflega 2,6 milljörðum króna í framkvæmdakostnaði á milli sviðsmyndanna að núvirði.

Þótt það sé ódýrara að halda vesturstúkunni óbreyttri þá takmarkar það hins vegar möguleika á VIP-sætisaðstöðu og viðburðahaldi í vesturstúkunni og tekjurnar verða því lægri fyrir vikið. Samkvæmt útreikningum AFL væri EBITDA í sviðsmynd C neikvæð um 3 milljónir króna, rúmlega 4 milljónir króna að núvirði, en í sviðsmynd C1 væri hún neikvæð um 134 milljónir króna, hátt í 181 milljón króna að núvirði. 130 milljónum krónum lægri en í sviðsmynd C, að núvirði rúmlega 176 milljónir króna.

Endurgreiðslutíminn væri því 15 ár fyrir EBITDA mismuninn að ná upp í 2,6 milljarða króna mismuninn á framkvæmdakostnaðinum á milli sviðsmyndanna. Dýrari fjárfestingarkosturinn myndi því borga sig til baka á 15 árum.

Sviðsmyndirnar hjá AFL

Sviðsmynd A: Lágmarksviðhald
Sviðsmynd B: Minni háttar lagfæringar
Sviðsmynd C: 15 þúsund manna völlur, með eða án þaks
Sviðsmynd C1: 15 þúsund manna völlur með 3 nýjum stúkum en vesturstúkan óbreytt, með eða án þaks
Sviðsmynd D: 17,5 þúsund manna völlur
Sviðsmynd D1: 17,5 þúsund manna völlur með 3 nýjum stúkum en vesturstúkan óbreytt, með eða án þaks

Fjöldinn

Í dag tekur Laugardalsvöllur 9.800 manns í sæti, ef KSÍ ætlar sér að byggja 12 þúsund manna völl er um að ræða 22,5% aukningu í sætaframboði. Miðað við núverandi áhuga landsmanna á landsliðunum er 12 þúsund manna völlur nokkuð mátulegur. Síðast var uppselt á Laugardalsvöll sumarið 2023 þegar A-landslið karla fékk portúgalska landsliðið í heimsókn, þar áður var uppselt á leik A-landsliðs karla gegn franska landsliðinu haustið 2019. Ef horft er til íbúafjöldans á Íslandi myndi 3,1% þjóðarinnar rúmast fyrir á 12 þúsund manna velli. Samkvæmt mannfjöldaspá Hagstofunnar verður íbúafjöldinn tæplega 561 þúsund eftir 25 ár og gæti því 2,1% þjóðarinnar rúmast á 12 þúsund manna velli. Því er spurning hvort völlurinn verði á þeim tímapunkti orðinn of lítill. Nýr þjóðarleikvangur hefur verið til umræðu í rúman áratug og illa hefur gengið að koma verkinu í framkvæmd. Hversu framarlega ætli KSÍ verði í goggunarröð stjórnvalda eftir kvartöld þegar einungis þarf að fjölga sætum en ekki nútímavæða leikvanginn?

Efnahagsleg áhrif þjóðarleikvangs

Í skýrslu AFL var einnig tekið fyrir möguleg efnahagsleg áhrif af nýjum þjóðarleikvangi. Það var þó einungis gert fyrir þær sviðsmyndir sem gerðu ráð fyrir fjórum nýjum stúkum en ekki þeim sem héldu áfram að nýta núverandi vesturstúku. Fyrir 15 þúsund manna völlinn án þaks var áætlað að vergur virðisauki væri árlega 887 milljónir króna eða tæplega 1,2 milljarðar króna að núvirði. Miðað við 3,5% ávöxtunarkröfu á 20 ára tímabili væri vergur virðisauki samtals rúmlega 20,7 milljarðar króna að núvirði.

Þá væri skattalegur ávinningur í kringum 294 milljónir króna á ári, að núvirði 397 milljónir króna. Miðað við 3,5% ávöxtunarkröfu á 20 ára tímabili væri það samtals 5,4 milljarðar króna. Ef KSÍ ætlar sér að byggja þrjár nýjar stúkur þá verða þessar tölur þó eitthvað lægri.

Núverandi rekstur Laugardalsvallar

Í fyrra voru rekstrartekjur Laugardalsvallar 80,8 milljónir króna en rekstrargjöld tæplega 130 milljónir króna. Ef litið er á síðustu þrjú árin þá hafa rekstrartekjurnar verið að meðaltali 111,1 milljónir króna á ári en rekstrargjöldin 142,5 milljónir króna. Það skal þó hafa í huga að miðasölutekjur falla ekki undir rekstrartekjur Laugardalsvallar í ársreikningi KSÍ. Í skýrslu AFL er gert ráð fyrir að árlegar rekstrartekjur sviðsmyndar C næstu 15 árin gætu verið 393,1 milljónir króna á ári og rekstrargjöldin 396,5 milljónir króna. Að núvirði væri það tæplega 530,8 milljón króna í árlegar rekstrartekjur og 535,4 árleg rekstrargjöld.

Að sjá nýjan þjóðarleikvang í hillingum

Þörfin á nýjum þjóðarleikvangi hefur verið til umræðu í fjölda ára og mikið verið ritað og rætt en ekki hefur tekist að hrinda framkvæmdunum af stað. Fyrr á þessu ári var lagt nýtt undirlag á völlinn með svokölluðu blendingsgrasi. Ef niðurstaða áratugalangrar umræðu um nýjan þjóðarleikvang er nýtt undirlag þá er kannski skynsamt hjá KSÍ að hafa hófsamar fyrirætlanir. Í ljósi þess er mögulega 12 þúsund manna leikvangur með þremur nýjum stúkum betri hugmynd en 15 þúsund manns völlur með fjórum nýjum stúkum, þó svo að fjárhagslega sé seinni kosturinn betri á blaði


Skýrsla AFL



Samfélagsmiðlar

facebook.com/utanvallar

linkedin.com/company/utanvallar

instagram.com/utanvallar

tiktok.com/@utanvallar

x.com/utanvallar