Júní 2025

Júní 2025

Margt og mikið sem gerðist í júnímánuði, stiklum á stóru á öllu því helsta.


Roman Abramovich

Breska ríkisstjórnin hefur hótað því að kæra Roman Abramovich, fyrrverandi eiganda Chelsea, ef peningurinn sem hann fékk fyrir söluna rennur ekki til Úkraínu. Abramovich hefur sagt að hann vilji að peningurinn fari til allra fórnarlamba stríðsins en ekki einungis til Úkraínu. Peningurinn var frystur á breskum bankareikningi eftir söluna en aðilarnir hafa deilt um það hvernig þeim skuli vera útbýtt.

Hóta Abramovich lög­sókn og vilja láta Úkraínu fá Chelsea peninginn - Vísir
Breska ríkisstjórnin hefur hótað Roman Abramovic lögsókn ef hann er ekki tilbúinn að láta peninginn sem fékkst fyrir þvingaða sölu á knattspyrnufélaginu Chelsea árið 2022 til Úkraínu. Um er að ræða tvo og hálfan milljarð punda sem sitja á frystum bankareikningi. Abramovich vill að peningarnir fari til allra fórnarlamba stríðsins milli Rússlands og Úkraínu.
Ríkisstjórn Bretlands hótar Abramovich lögsókn
Ríkisstjórn Bretlands hefur hótað því að höfða mál gegn fyrrverandi eiganda Chelsea, Roman Abramovich, til að tryggja að peningarnir frá sölu knattspyrnufélagsins renni til Úkraínu.
U.K. Threatens to Sue for Frozen Billions in Chelsea Sale Proceeds
Roman Abramovich and the British government are in a standoff about what to do with the proceeds of his 2022 sale of the Premier League team.
UK threatens to sue Abramovich over Chelsea sale
The proceeds have been frozen since the UK government forced the club’s sale following Russia’s invasion of Ukraine.

Crystal Palace

Crystal Palace tryggði sér þátttökurétt í Evrópudeildinni á næsta tímabili með því að sigra bikarkeppnina í Englandi. Þátttaka Crystal Palace gæti hins vegar verið vandkvæðum bundin. John Textor er einn af eigendum Crystal Palace en hann á 43% hlut í félaginu. Textor á hins vegar einnig 88% hlut í franska félaginu Lyon sem tryggði sér einnig þátttökurétt í Evrópudeildinni á næsta tímabili. Fjölklúbbaeignarhald er óheimilt í félagsliðakeppnum UEFA en ég hugsa nú að það verði hægt að fiffa einhverja hluti til svo að Crystal Palace geti tekið þátt. Svipuð staða var uppi hjá Manchester City og Girona í Meistaradeildinni á þarsíðasta tímabili svo dæmi sé tekið.

Crystal Palace in desperate bid to avoid being KICKED OUT of Europe
MIKE KEEGAN: Crystal Palace will head for an emergency summit with UEFA on Tuesday in a bid to avoid being kicked out of Europe.
How Crystal Palace are fighting to keep their European dream alive
Crystal Palace are anxiously waiting to hear whether their European dream is over before it even begins.

Allt leikur á reiðiskjálfa í Álaborg

Stuðningsmannasveit Álaborgar gaf út yfirlýsingu þar sem eigendur félagsins voru gagnrýndir. Eigendahópurinn keypti fyrst hlut í félaginu í mars 2023 og varð síðan meirihlutaeigandi í félaginu fyrir rúmlega ári síðan. Félagið féll niður úr efstu deild Danmerkur á nýafstöðnu tímabili og stuðningsmenn eru ekki ánægðir með stöðu mála hjá félaginu, í yfirlýsingunni var meðal annars talað um svikin loforð. Í kjölfarið tilkynnti stéttarfélagið 3F Aalborg að þeir myndu hætta sem styrktaraðilar félagsins ef núverandi eigendahópur myndi ekki víkja. Stéttarfélagið hefur verið styrktaraðili félagsins í meira en áratug. Skömmu síðar tilkynnti eigendahópurinn að þeir myndu hætta daglegum afskiptum af starfsemi félagsins og formaðurinn Jan Peters, einn af eigendunum, steig niður úr formannsstólnum.

Vrede AaB-fans har kun ét mål: ‘Ejerne skal ud af klubben’
En samlet aalborgensisk fanscene har meldt ud, at de ikke længere vil tolerere det tyske ejerskab af fodboldklubben AaB.
AaB-fans blæser til kamp mod ejerne: ‘En klub i frit fald’
De tyske ejere har ikke sat sig ind i, hvilken kultur der hersker i AaB, lyder kritikken.
Sponsor indkalder AaB til hastemøde: Det pisser os af
3F Aalborg trækker sig som sponsor i AaB, hvis det nuværende ejerskab fortsætter. Fagforeningen har desuden indkaldt den nordjyske klub til et hastemøde grundet rygterne om mobning.
AaB-fans vil have SSE22 ud: Skammen skal vaskes væk
AaB-fansammenslutningen Vesttribunen er mandag aften kommet med en udmelding på Facebook, hvori de blæser klar til kamp for at få SSE22 ud af klubben.
AaB-fans vil af med tyske ejere: I kan ikke lede vores klub
Læs mere her.
SSE22 står fast: Menes at kræve fuld pris for AaB-aktier
Ifølge bloggen ‘Ord Con Amore’ har AaB’s tyske ejere SSE22 afvist alle potentielle købere og kræver fuld pris for deres AaB-aktier.
AaB-bombe: Formand i exit - SSE22 trækker sig fra drift
SSE22 trækker sig fra deres aktive involvering i AaB. Jan Peters fratræder desuden som formand og træder ud af bestyrelsen, skriver nordjyderne i en pressemeddelelse.

PSG fjárfestir í Bitcoin

Viska Digital Assets, íslenskur rafmyntafjárfestingarsjóður birti áhugaverða grein þar sem fjallað var um fjárfestingar PSG í Bitcoin. Franska félagið heldur á 120 Bitcoins sem er metið á ca. 1,6 milljarða króna samkvæmt greininni. Vægast sagt áhugaverð þróun ef knattspyrnufélög eru farin að setja pening í rafmyntir.

Paris Saint-Germain fjárfestir í Bitcoin - Viska Digital Assets
Paris Saint-Germain (PSG), nýkrýndir sigurvegarar Meistaradeildar og eitt af þekktustu knattspyrnuliðum heims, hefur vakið athygli með því að verða fyrsta stórlið í íþróttum sem opinberlega fjárfestir í Bitcoin. Tilkynnt var um þetta á Bitcoin 2025 ráðstefnunni í Las Vegas af Pär Helgosson, yfirmanni PSG Labs.

Verðlaunafé á Opna franska meistaramótinu í tennis

Opna franska meistaramótið fór fram í júní. Carlos Alcaraz bar sigur úr býtum í einliðaleik karla og fékk 2,9 milljónir dollara í verðlaunafé, ca. 366 milljónir kr. Coco Gauff bar sigur úr býtum í einliðaleik kvenna og fékk einnig 2,9 milljónir dollara í verðlaunafé.

2025 French Open prize money, payouts: Carlos Alcaraz earns roughly $3 million after comeback to beat Sinner
Total prize money for the tournament sits at more than $64 million
Alcaraz Outlasts Sinner in Longest French Open Final, Wins $2.9M
Carlos Alcaraz won his fifth Grand Slam title and his second straight at Roland-Garros on Sunday, in what was the longest final ever.
Coco Gauff’s French Open prize money revealed after epic final victory
The 21-year-old American sensation conquered Roland Garros for the very first time after coming from behind to defeat the top-ranked Sabalenka 6-7 (5), 6-2, 6-4.
French Open prize money 2025: How much do players earn round by round?
The men’s and women’s singles champions will win £2.13m in 2025


Ríkið kaupir íbúð af fyrrum knattspyrnumanni

Íslenska sendiráðið í Osló keypti íbúð á dögunum sem kemur til með að vera nýi sendiherrabústaður sendiráðsins. Seljandinn var fyrrverendi knattspyrnumaðurinn Stefan Strandberg. Hann keypti upprunalega þrjár íbúðir á 38 milljónir norskra króna árið 2020 en sameinaði þær í eina íbúð. Íslenska ríkið eyddi svo 60 milljónum norskra króna í íbúðina. Ágætis ávöxtun, en þó spurning hversu mikið Strandberg hefur eytt í framkvæmdir.

Stórgræddi á sölu íbúðarinnar til sendiráðsins
Norski fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Stefan Strandberg hagnaðist vel á sölu íbúðar sinnar til íslenska sendiráðsins í Osló.
Ríkið keypti nýjan sendi­herra­bú­stað á 750 milljónir - Vísir
Íslenska ríkið hefur fest kaup á nýjum sendiherrabústað í Noregi. Fyrir valinu varð 363 fermetra íbúð í dýru hverfi í miðbæ Óslóar við höfnina, og nam kaupverðið 59,8 milljónum norskra króna, sem samsvara tæplega 754 milljónum íslenskra miðað við gengi dagsins.
Solgte til Islands ambassade med gigantprofitt
Den tidligere landslagsspilleren håver inn på eiendomsinvestering.

Lánshæfiseinkunn Barcelona