Júní 2025

Júní 2025

Margt og mikið sem gerðist í júnímánuði, stiklum á stóru á öllu því helsta.


Roman Abramovich

Breska ríkisstjórnin hefur hótað því að kæra Roman Abramovich, fyrrverandi eiganda Chelsea, ef peningurinn sem hann fékk fyrir söluna rennur ekki til Úkraínu. Abramovich hefur sagt að hann vilji að peningurinn fari til allra fórnarlamba stríðsins en ekki einungis til Úkraínu. Peningurinn var frystur á breskum bankareikningi eftir söluna en aðilarnir hafa deilt um það hvernig þeim skuli vera útbýtt.

Hóta Abramovich lög­sókn og vilja láta Úkraínu fá Chelsea peninginn - Vísir
Breska ríkisstjórnin hefur hótað Roman Abramovic lögsókn ef hann er ekki tilbúinn að láta peninginn sem fékkst fyrir þvingaða sölu á knattspyrnufélaginu Chelsea árið 2022 til Úkraínu. Um er að ræða tvo og hálfan milljarð punda sem sitja á frystum bankareikningi. Abramovich vill að peningarnir fari til allra fórnarlamba stríðsins milli Rússlands og Úkraínu.
Ríkisstjórn Bretlands hótar Abramovich lögsókn
Ríkisstjórn Bretlands hefur hótað því að höfða mál gegn fyrrverandi eiganda Chelsea, Roman Abramovich, til að tryggja að peningarnir frá sölu knattspyrnufélagsins renni til Úkraínu.
U.K. Threatens to Sue for Frozen Billions in Chelsea Sale Proceeds
Roman Abramovich and the British government are in a standoff about what to do with the proceeds of his 2022 sale of the Premier League team.
UK threatens to sue Abramovich over Chelsea sale
The proceeds have been frozen since the UK government forced the club’s sale following Russia’s invasion of Ukraine.

Crystal Palace

Crystal Palace tryggði sér þátttökurétt í Evrópudeildinni á næsta tímabili með því að sigra bikarkeppnina í Englandi. Þátttaka Crystal Palace gæti hins vegar verið vandkvæðum bundin. John Textor er einn af eigendum Crystal Palace en hann á 43% hlut í félaginu. Textor á hins vegar einnig 88% hlut í franska félaginu Lyon sem tryggði sér einnig þátttökurétt í Evrópudeildinni á næsta tímabili. Fjölklúbbaeignarhald er óheimilt í félagsliðakeppnum UEFA en ég hugsa nú að það verði hægt að fiffa einhverja hluti til svo að Crystal Palace geti tekið þátt. Svipuð staða var uppi hjá Manchester City og Girona í Meistaradeildinni á þarsíðasta tímabili svo dæmi sé tekið.

Crystal Palace in desperate bid to avoid being KICKED OUT of Europe
MIKE KEEGAN: Crystal Palace will head for an emergency summit with UEFA on Tuesday in a bid to avoid being kicked out of Europe.
How Crystal Palace are fighting to keep their European dream alive
Crystal Palace are anxiously waiting to hear whether their European dream is over before it even begins.

Allt leikur á reiðiskjálfa í Álaborg

Stuðningsmannasveit Álaborgar gaf út yfirlýsingu þar sem eigendur félagsins voru gagnrýndir. Eigendahópurinn keypti fyrst hlut í félaginu í mars 2023 og varð síðan meirihlutaeigandi í félaginu fyrir rúmlega ári síðan. Félagið féll niður úr efstu deild Danmerkur á nýafstöðnu tímabili og stuðningsmenn eru ekki ánægðir með stöðu mála hjá félaginu, í yfirlýsingunni var meðal annars talað um svikin loforð. Í kjölfarið tilkynnti stéttarfélagið 3F Aalborg að þeir myndu hætta sem styrktaraðilar félagsins ef núverandi eigendahópur myndi ekki víkja. Stéttarfélagið hefur verið styrktaraðili félagsins í meira en áratug. Skömmu síðar tilkynnti eigendahópurinn að þeir myndu hætta daglegum afskiptum af starfsemi félagsins og formaðurinn Jan Peters, einn af eigendunum, steig niður úr formannsstólnum.

Vrede AaB-fans har kun ét mål: ‘Ejerne skal ud af klubben’
En samlet aalborgensisk fanscene har meldt ud, at de ikke længere vil tolerere det tyske ejerskab af fodboldklubben AaB.
AaB-fans blæser til kamp mod ejerne: ‘En klub i frit fald’
De tyske ejere har ikke sat sig ind i, hvilken kultur der hersker i AaB, lyder kritikken.
Sponsor indkalder AaB til hastemøde: Det pisser os af
3F Aalborg trækker sig som sponsor i AaB, hvis det nuværende ejerskab fortsætter. Fagforeningen har desuden indkaldt den nordjyske klub til et hastemøde grundet rygterne om mobning.
AaB-fans vil have SSE22 ud: Skammen skal vaskes væk
AaB-fansammenslutningen Vesttribunen er mandag aften kommet med en udmelding på Facebook, hvori de blæser klar til kamp for at få SSE22 ud af klubben.
AaB-fans vil af med tyske ejere: I kan ikke lede vores klub
Læs mere her.
SSE22 står fast: Menes at kræve fuld pris for AaB-aktier
Ifølge bloggen ‘Ord Con Amore’ har AaB’s tyske ejere SSE22 afvist alle potentielle købere og kræver fuld pris for deres AaB-aktier.
AaB-bombe: Formand i exit - SSE22 trækker sig fra drift
SSE22 trækker sig fra deres aktive involvering i AaB. Jan Peters fratræder desuden som formand og træder ud af bestyrelsen, skriver nordjyderne i en pressemeddelelse.

PSG fjárfestir í Bitcoin

Viska Digital Assets, íslenskur rafmyntafjárfestingarsjóður birti áhugaverða grein þar sem fjallað var um fjárfestingar PSG í Bitcoin. Franska félagið heldur á 120 Bitcoins sem er metið á ca. 1,6 milljarða króna samkvæmt greininni. Vægast sagt áhugaverð þróun ef knattspyrnufélög eru farin að setja pening í rafmyntir.

Paris Saint-Germain fjárfestir í Bitcoin - Viska Digital Assets
Paris Saint-Germain (PSG), nýkrýndir sigurvegarar Meistaradeildar og eitt af þekktustu knattspyrnuliðum heims, hefur vakið athygli með því að verða fyrsta stórlið í íþróttum sem opinberlega fjárfestir í Bitcoin. Tilkynnt var um þetta á Bitcoin 2025 ráðstefnunni í Las Vegas af Pär Helgosson, yfirmanni PSG Labs.

Verðlaunafé á Opna franska meistaramótinu í tennis

Opna franska meistaramótið fór fram í júní. Carlos Alcaraz bar sigur úr býtum í einliðaleik karla og fékk 2,9 milljónir dollara í verðlaunafé, ca. 366 milljónir kr. Coco Gauff bar sigur úr býtum í einliðaleik kvenna og fékk einnig 2,9 milljónir dollara í verðlaunafé.

2025 French Open prize money, payouts: Carlos Alcaraz earns roughly $3 million after comeback to beat Sinner
Total prize money for the tournament sits at more than $64 million
Alcaraz Outlasts Sinner in Longest French Open Final, Wins $2.9M
Carlos Alcaraz won his fifth Grand Slam title and his second straight at Roland-Garros on Sunday, in what was the longest final ever.
Coco Gauff’s French Open prize money revealed after epic final victory
The 21-year-old American sensation conquered Roland Garros for the very first time after coming from behind to defeat the top-ranked Sabalenka 6-7 (5), 6-2, 6-4.
French Open prize money 2025: How much do players earn round by round?
The men’s and women’s singles champions will win £2.13m in 2025


Ríkið kaupir íbúð af fyrrum knattspyrnumanni

Íslenska sendiráðið í Osló keypti íbúð á dögunum sem kemur til með að vera nýi sendiherrabústaður sendiráðsins. Seljandinn var fyrrverendi knattspyrnumaðurinn Stefan Strandberg. Hann keypti upprunalega þrjár íbúðir á 38 milljónir norskra króna árið 2020 en sameinaði þær í eina íbúð. Íslenska ríkið eyddi svo 60 milljónum norskra króna í íbúðina. Ágætis ávöxtun, en þó spurning hversu mikið Strandberg hefur eytt í framkvæmdir.

Stórgræddi á sölu íbúðarinnar til sendiráðsins
Norski fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Stefan Strandberg hagnaðist vel á sölu íbúðar sinnar til íslenska sendiráðsins í Osló.
Ríkið keypti nýjan sendi­herra­bú­stað á 750 milljónir - Vísir
Íslenska ríkið hefur fest kaup á nýjum sendiherrabústað í Noregi. Fyrir valinu varð 363 fermetra íbúð í dýru hverfi í miðbæ Óslóar við höfnina, og nam kaupverðið 59,8 milljónum norskra króna, sem samsvara tæplega 754 milljónum íslenskra miðað við gengi dagsins.
Solgte til Islands ambassade med gigantprofitt
Den tidligere landslagsspilleren håver inn på eiendomsinvestering.

Lánshæfiseinkunn Barcelona

Barcelona gaf út tilkynningu þess efnis að matsfyrirtækið Morningstar DBRS væri búið að hækka lánshæfiseinkunn félagsins úr stöðugu (e. stable) í jákvætt (e. positive). Ástæðan er sögð vera að sú að fjárhagstölur félagsins hafa batnað frá því sem var og áætlað er að félagið muni fá meiri tekjur í framtíðinni þegar framkvæmdum á Camp Nou er lokið.

The Club’s credit rating changes from stable to positive confirming the entity’s economic recovery
The ability of FC Barcelona to meet its obligations to creditors is confirmed according to the Morningstar DBRS rating agency
Morningstar DBRS Changes the Trend on FC Barcelona to Positive From Stable - 2025-06-16T07:03:00.000Z | Morningstar DBRS
DBRS Ratings GmbH (Morningstar DBRS) changed the trend on FC Barcelona ’s (FCB or the Club) credit ratings to Positive from Stable. and confirmed the Club’s Iss

Barcelona endurfjármagnar lán

Enn meira um Barcelona. Félagið fór í gegnum skuldabréfaútgáfu, andvirði 424 milljónir evra, til þess að endurfjármagna lánin sín. Afborganir áttu upphaflega að hefjast árið 2028 en nú mun það ekki gerast fyrr en árið 2033 og munu afborganirnar standa yfir til 2050.

Comunicat del FC Barcelona
El FC Barcelona refinança a llarg termini més del 40% del seu deute de l’Espai Barça

Hlutafjáraukning hjá Viborg

Danska úrvalsdeildarfélagið Viborg ákvað á hluthafafundi að fara í hlutafjáraukningu upp á 35 milljónir danskra króna, ca. 674 milljónir króna. Fjármagnið á að nýtast í uppbyggingu á æfingaraðstöðu hjá Viborg.

Op mod 35 millioner: Kapitalforhøjelse vedtaget i Viborg
Viborg FF har på en ekstraordinær generalforsamling vedtaget at lave en kapitalforhøjelse på op til 35 millioner kroner.
Viborg får kapitalforhøjelse på 35 millioner kroner
35 millioner kroner i kapitalforhøjelse med fortegningsret for eksisterende aktionærer. Det foreslår Viborg FF’s bestyrelse, at generalforsamlingen træffer bes…
Viborg vil tilføre nyt elitecenter 35 millioner kroner
Læs mere her.

https://www.vff.dk/nyhed/ovrigt/15033-viborg-ff-annoncerer-kapitalforhojelse-pa-35-millioner-kroner#:~:text=Bestyrelsen%20i%20Viborg%20FF%20har,med%20fortegningsret%20for%20eksisterende%20aktion%C3%A6rer.


Arnar Grétars vs. KA

Dómur féll í máli Arnars Grétarssonar gegn KA í Landsrétti. KA tapaði málinu í héraðsdómi Norðurlands Eystra og var dæmt til þess að greiða Arnari 9.322.601 krónur með dráttarvöxtum. Deilurnar snerust um það hvort Arnar ætti rétt á 10% af Evrópugreiðslum KA sem það vann sér inn sumarið 2023. KA áfrýjaði málinu til Landsréttar sem staðfesti niðurstöðu héraðsdóms.

Dómur/úrskurður
KA tapaði á­frýjun og þarf að greiða Arnari - Vísir
Knattspyrnufélag Akureyrar tapaði áfrýjunarmáli sínu til Landsréttar gegn Arnari Grétarssyni, fyrrum þjálfara félagsins. KA þarf því að greiða Arnari 9.322.601 krónu ásamt dráttarvöxtum frá 5. nóvember 2023.
KA þarf að greiða Arnari 9,3 milljónir auk dráttarvaxta - RÚV.is
KA, Knattspyrnufélag Akureyrar, tapaði í dag áfrýjun fyrir Landsrétti og þarf að greiða Arnari Grétarssyni, fyrrverandi þjálfara meistaraflokks karla, rúmar 9,3 milljónir króna vegna vangoldinna bónusgreiðslna fyrir þátttöku KA í Evrópukeppni.

LA Lakers selt á tíu milljarða dollara

LA Lakers eru í miðju söluferli um þessar mundir. Tveir þriðju hlutar eru í eigu Buss fjölskyldunnar sem hyggst selja 51% eignarhlut í félaginu til fjárfestingahóps sem er leiddur af Mark Walter. Hann á nú þegar 20% hlut í félaginu. Talið er að verðmiðinn á 51% eignarhlutnum séu 5,1 milljarðar dollarar sem myndi þýða að félagið í heild sinni er verðmetið á 10 milljarða dollara, ca. 1.213 milljarðar króna. Til samanburðar má nefna að Kerecis var selt á 180 milljarða króna árið 2023. Björn Berg gerði góð skil á þessum viðskiptum á síðunni sinni.

10 ma. dollara liðið LA Lakers - Tölurnar sem skipta máli
Er eðlilegt að Lakers séu næstverðmætasta íþróttalið heims?
Los Angeles Lakers to be sold in historic deal: reports
The deal would mark the most expensive sale of a US sports team in history.
The $10bn LA Lakers sale proves sports have outgrown even most billionaires
The Lakers’ record sale underscores how owning elite sports franchises is increasingly beyond even the wealthiest individuals, shifting power toward corporate consortiums

https://www.wsj.com/sports/basketball/lakers-sold-mark-walter-dodgers-buss-9c70bcc8

https://www.reuters.com/legal/transactional/nba-breaking-down-buss-familys-sale-la-lakers-10-billion-valuation-2025-06-19/


Kostnaður við Ólympíuleikana í París

Ríkisendurskoðun Frakklands birti skýrslu í mánuðinum sem tók saman kostnaðinn við Ólympíuleikana í París. Heildarkostnaðurinn var ríflega sex milljarðar evra, ca. 852 milljarðar króna. Til samanburðar þá voru heildarútgjöld ríkissjóðs Íslands áætluð 1.552 milljarðar króna í fjárlögum fyrir árið 2025.

https://www.ccomptes.fr/sites/default/files/2025-06/20250623-Depenses-publiques-liees-Jeux-olympiques-et-paralympiques-de-2024.pdf

Paris Olympics, Paralympics cost some €6 billion — auditors – DW – 06/23/2025
Public spending tied to the Olympic and Paralympic Games in Paris last summer reached almost €6 billion, auditors say. France is also due to host the 2030 Winter Olympics in the French Alps.
Paris Olympics and Paralympics cost taxpayers nearly €6 billion
The organization of the two sporting extravaganzas last summer cost €2.77 billion, which included €1.4 billion for security. A further €3.19 billion was spent on work linked to infrastructure projects.
Paris Olympics, Paralympics cost some €6 billion — auditors
Public spending tied to the Olympic and Paralympic Games in Paris last summer reached almost €6 billion, auditors say. France is also due to host the 2030 Winter Olympics in the French Alps.
Ólympíu­leikarnir kostuðu frönsku þjóðina 860 milljarða króna - Vísir
Frakkar héldu Sumarólympíuleikana og Ólympíumót fatlaðra fyrir ári síðan og nú liggur heildaruppgjörið fyrir. Leikarnir kostuðu svo sannarlega sitt.

https://www.ccomptes.fr/sites/default/files/2025-06/20250623-Depenses-publiques-liees-Jeux-olympiques-et-paralympiques-de-2024.pdf


Lyon dæmt niður um deild

Franska félagið Lyon voru dæmdir niður í B-deild Frakklands sökum fjárhagsvandræða félagsins. Fjármálaeftirlit Franska knattspyrnusambandsins, DNCG, gaf Lyon viðvörun í nóvember síðastliðnum og sagði þeim að leysa úr 175 milljón evru skuld.

Lyon relegated: French club demoted to Ligue 2 over finances
French club Lyon are demoted to Ligue 2 because of the poor state of their finances.
Seven-time French champions Lyon relegated to Ligue 2 over financial problems
Lyon have been relegated to Ligue 2 after failing to convince authorities they have resolved their financial difficulties


Samfélagsmiðlar

facebook.com/utanvallar

linkedin.com/company/utanvallar

instagram.com/utanvallar

tiktok.com/@utanvallar

x.com/utanvallar