Margt og mikið sem gerðist í maímánuði, stiklum á stóru á öllu því helsta.
Skráðu þig á póstlistann!
Fáðu tilkynningu um leið og það kemur ný grein.
Kostar ekkert og alltaf hægt að afskrá sig.
The Caitlin Clark Effect
Caitlin Clark heldur áfram að trekkja fólk að vellinum í bandarískum kvennakörfubolta. WNBA byrjaði núna um miðjan maí en liðið hennar Caitlin, Indiana Fever, spilaði æfingarleik við brasilíska kvennalandsliðið í körfubolta þann 4. maí. Leikurinn var spilaður á uppseldum heimavelli University of Iowa, sem er gamla háskólaliðið hennar Caitlin. Húsið tekur 15.500 manns og fyrir þá sem voru of seinir að kaupa sér miða þá gátu þeir keypt miða á endursölumarkaðnum fyrir rúmlega 440 dollara, ca. 56.000 kr.
Reading FC, sem spilar í dag í League One, fékk nýja eigendur í liðnum mánuði. Rob Couhig, bandarískur lögfræðingur, og Todd Trosclair, blabla, standa á bakvið kaupin. Rob Couhig er fyrrum eigandi Wycombe Wanderers. Þeir kauðar kaupa félagið af hinum kínverska Dai Yongee sem hefur átt félagið síðustu frá árinu 2017. Lífið var enginn dans á rósum fyrir Reading á meðan eignarhaldi Yongge stóð. Það voru til að mynda dregin tvö stig af félaginu tímabilið 2023/24 út af vangreiddum sköttum. Þá voru einnig dregin stig af félaginu út af vangreiddum launum.
Sögur segja að Jim Ratcliffe, minnihlutaeigandi Manchester United, ætli sér að selja franska úrvalsdeildarleiðið OGC Nice. INEOS, eignarhaldsfélag Ratcliffe, keypti Nice árið 2019 á hundrað milljónir evra. Samkvæmt fjölmiðlum vill Ratcliffe fá 250 milljónir evra. Á þeim tíma sem INEOS hefur átt félagið hefur hlutafé verið aukið um 216 milljónir evra.
Tilkynnt var um að samningar hefðu náðst með forsvarsmönnum Miami-kappakstursins um það að keppnin verður á dagskrá til 2041 hið minnsta. Gamli díllinn var til ársins 2031 og því er um að ræða tíu ára framlengingu. Miami-kappaksturinn hefur verið partur af Formúlu 1 keppninni frá árinu 2022.
Spotify auglýsingarnar á treyjum Barcelona eru fáránlega vel heppnaðar. Þessi treyjusponsor er kannski ekki kominn á sama stall og Carlsberg x Liverpool, Inter x Pirelli, Fiorentina x Nintendo, Arsenal x Sega og svo framvegis. Spotify hefur hins vegar farið sniðug leið með því að hrista upp í þessu af og til og setja vörumerkið hjá tónlistarmönnum á treyjuna. Þetta á sér alltaf stað fyrir El Clasico leiki, þó ekki hvern einasta leik. Í liðnum mánuði var það rapparinn Travis Scott sem tók þátt í samstarfinu. Aðrir tónlistarmenn sem hafa tekið þátt í þessu samstarfi eru Coldplay, KAROL G, Rolling Stones, ROSALÍA og Drake. Það var hægt að kaupa tvær útgáfur af treyjunni hans Travis Scott. Eina venjulega sem kostaði 399,99 evrur og eina áritaða sem kostaði 2.999,99 evrur, einungis 22 eintök af árituðu treyjunni voru til sölu. Samkvæmt frétt BEIN sports seldust treyjurnar upp á hálftíma og tekjurnar af sölunni eiga víst að slefa yfir 1,5 milljón evra.
Portúgalski knattspyrnuþjálfarinn Bruno Lage hefur kært Eagle Football Group fyrir starf sem hann fékk ekki. Eagle Football Group er eignarhaldsfélag sem á Olympique Lyonnais, Botafogo, RWD Molenbeek og Crystal Palace. Bruno Lage tók við stjórnartaumunum hjá Botofogo sumarið 2023 og í samningnum var tekið fram að Eagle Football Group myndi beita sér fyrir því að hann myndi fá starf hjá Crystal Palace eða Lyon.
Hvað stóð í samningnum?
Aðilarnir hafa sammælst um það að frá 1. janúar 2024 til 15. apríl 2024, þarf Eagle Holdings að nota áhrifamátt sinn sem eigendur að Crystal Palace og Lyon til þess að bjóða þjálfaranum (þ.e. Lage) starf sem þjálfari hjá karlaliði Crystal Palace eða Lyon.
The parties have agreed that during the period January 1, 2024, to April 15, 2024 (the ‘restricted period’),Eagle Holdings must use its powers as beneficial owner of Crystal Palace and OL to offer the head coach a new position as head coach of the men’s professional football first team at either Crystal Palace or OL,
Inter Milan fékk Barcelona í heimsókn til sín í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Inter seldi miða fyrir meira en 14 milljónir evra, sem er met hjá ítölsku liði. Til samanburðar þá fékk Inter 15 milljónir evra bónusgreiðslu frá UEFA fyrir það að komast í undanúrslitin.
Tony Bloom, eigandi Brighton, hefur lagt fram formlegt tilboð í skoska liðið Heart of Midlothian. Tilboðið hljóðaði up á 9.860.000 milljónir punda fyrir 29% hlut í félaginu.
Bodø/Glimt tilkynnti fyrirætlanir um nýjan völl. Uppbyggingin mun fara af stað núna í haust og völlurinn á að vera tilbúinn árið 2027. Nýi völlurinn mun leysa af hólmi Aspmyra völlinn sem hefur verið heimavöllur Bodø/Glimt frá árinu 1966 en gamli völlurinn tekur 8.270 manns. Nýi völlurinn mun hins vegar taka allt að tíu þúsund áhorfendur. Kostnaðurinn við framkvæmdirnar eru áætlaðar 858 milljónir norskra króna, hátt í ellefu milljarðar íslenskra króna. Félagið sjálft kemur til með að leggja 50-100 milljónir norskra króna í uppbygginguna.
Frá árinu 2014 hefur Salford City verið í eigu David Beckham, Gary og Phil Neville, Nicky Butt og Paul Scholes. Um tíma var hinn umdeildi Peter Lim einnig hluthafi með þeim en hann seldi sinn hlut á síðasta ári.
Nú verður hins vegar breyting á eigendahópnum. David Beckham og Gary Neville munu áfram vera hluti af honum en Phil Neville, Nicky Butt og Paul Scholes hafa selt sína hluti. Í nýja eigendahópnum verða einnig Declan Kelly, Mervyn Davies, Frank Ryan, Shravin Mittal, Nick Woodhouse, Colin Ryan og Dream Sports Group. Allt nöfn sem líklega enginn íslendingur hefur áður heyrt. Talið er að hópurinn komi til með að leggja til félagsins rúmlega 15-20 milljónir dollara.
FIFA ákvað að fjölga liðum á HM kvenna upp í 48 lið, fjölgunin tekur gildi á HM 2031. Núverandi fjöldi liða á HM er 32 lið og hefur verið það síðan á HM kvenna.
Eiginmaður Serena Williams kaupir hlut í kvennaliði Chelsea
Alexis Ohanian, eiginmaður Serena Williams og meðstofnandi Reddit, keypti 8% hlut í kvennaliði Chelsea. Kaupverðið var ca. 19,6 milljónir punda, og því má áætla að heildarvirði kvennaliðsins sé 245 milljónir punda. Ohanian fær einnig sæti í stjórn kvennaliðsins.