UTAN VALLAR
UTAN VALLAR er miðill sem fjallar um allt það sem viðkemur fjármálum í heimi íþróttanna.
Uppleggið
Fyrsta hvers mánaðar mun ég stikla á stóru um helstu fréttir liðins mánaðar. Fimmtánda hvers mánaðar mun ég svo birta grein þar sem ég tek fyrir vel valið viðfangsefni.
Síðan gæti vel gerst að ég birti fleiri greinar við tækifæri en þú kæri lesandi getur að minnsta kosti átt von á grein 1. og 15. hvers mánaðar.
Um höfundinn

Ég heiti Sævar Þór Sveinsson og er maðurinn á bakvið þennan miðil. Ég útskrifaðist með BA gráðu í lögfræði með viðskiptafræði sem aukagrein úr Háskólanum í Reykjavík 2024. Núna í sumar mun ég svo útskrifast aftur úr HR, en í þetta sinn með BSc gráðu í viðskiptafræði með lögfræði sem aukagrein.
Ég hef alltaf haft áhuga á íþróttum en undanfarin ár hefur áhugi minn á því sem gerist utan vallar vaxið. Ég hafði gengið með þá hugmynd í maganum um nokkra hríð að koma þessum áhuga frá mér og deila mínum pælingum og greiningum með öðrum. Það var svo ekki fyrr en í lok októbermánuðar 2024, eftir sigur Víkings á Cercle Brugge, sem ég lét til skarar skríða og tók saman Evróputekjurnar sem Víkingur var búið að vinna sér inn. Ég póstaði þessu á LinkedIn og X og fékk góðar viðtökur og síðan þá hef ég póstað 1x í viku.
Mig hefur hins vegar klæjað í það að taka þessar greiningar á næsta stig þar sem mér þykir bæði erfitt og fráhrindandi að vera langorður á LinkedIn og X. Með þessum miðli er þægilegra fyrir mig að kafa dýpra í hlutina.
Samfélagsmiðlar
linkedin.com/company/utanvallar
Ég hvet þig kæri lesandi til þess að skrá þig á póstlistann til þess að fá tilkynningu um leið og það kemur ný grein hingað inn. Kostar ekkert að skrá sig!