Verðlagsþróun í íslenskri knattspyrnu
Á Borgarskjalasafni Reykjavíkur leynast ýmsar gersemar. Þar er meðal annars að finna gamla ársreikninga Víkings R. frá níunda og tíunda áratugnum. Ég fór og gluggaði í þá og ætla að bera nokkra þeirra saman við ársreikning Víkings frá árinu 2024.
Ársreikningur 1995

Rúmlega 35 milljónir króna í rekstrartekjur eru algjörir smáaurar í samanburði við ársreikning Víkings fyrir árið 2024 þar sem rekstrartekjur voru 1,2 milljarðar króna.
Auglýsingar og styrkir voru 9 milljónir króna árið 1995, en árið 2024 var sú upphæð rúmlega 8x hærri.
Rekstrargjöldin árið 1995 væru 31 milljón króna á núvirði sem er ca. 3,6% af rekstrargjöldum Víkings 2024, sem voru 853 milljónir króna.

9,7 milljónir króna í eignir árið 1995 á núvirði er minna en eignfærðir rekstrarfjármunir Víkings árið 2024, sem eru 11 milljónir króna.
Til samanburðar þá voru eignir Víkings árið 2024 samtals 562 milljónir króna. Núvirtar eignir árið 1995 eru 1,7% af heildareignum Víkings árið 2024.

Skuldir Víkings árið 2024 voru rúmlega 62 milljónir króna samanborið við núvirtar skuldir upp 36 milljónir króna árið 1995, sem er nokkuð nálægt hvort öðru miðað við aðrar stærðir í þessum samanburði.
Þvílíkur viðsnúningur sem hefur hins vegar orðið á eigið fé Víkings. Árið 1995 er það neikvætt upp á 26 milljónir króna að núvirði en er jákvætt upp 500 milljónir króna árið 2024.

Alls konar áhugaverðar molir í skýringunum. Jólatrésalan endaði í tapi en það var bullandi hagnaður af flugeldasölunni. Félagsskiptatekjur árið 1995 voru 3,2 milljónir króna að núvirði en voru 5,5 milljónir króna árið 2024, ekki það mikill munur.
Ársreikningur 1992

Veitingasalan árið 1992 voru 2 milljónir króna að núvirði, 2024 var tekjuliðurinn söluvarningur og veitingar samtals 50 milljónir króna. Tvímælalaust fleiri borgarar seldir árið 2024.

Handbært fé árið 2024, 46 milljónir króna, er rúmlega 115x hærra en það var árið 1992 að núvirði.

Skuldirnar árið 2024 voru 62 milljónir króna sem er rúmlega 28 milljón krónum lægra en það sem skuldirnar voru árið 1992 að núvirði.

Tekjur Víkings af getraunum árið 1992 voru 1,3 milljónir króna að núvirði, 2024 tekjufærði Víkingur 7 milljónir króna vegna getrauna.
Hef ekki fundið neitt um Youri söfnunarsjóðinn á netinu en ég ætlað að gera ráð fyrir því að þetta tengist hinum sóvéska Youri Sedov sem þjálfaði Víking á árunum 1980-1982 og aftur frá 1987-1989. Það var reyndar annar sóvéskur Youri sem þjálfaði Víking á undan nafna sínum Sedov. Sá Youri hét Youri Ilichev og þjálfaði bæði Víking og íslenska landsliðið frá 1978-1979.

Vallarleigan er mögulega vegna Evrópuleiks Víkings gegn CSKA Moskvu þann 16. september 1992 á Laugardalsvelli. Rúmlega ein milljón krónur að núvirði. Til samanburðar þá var vallarleiga Víkings á Kópavogsvelli út af Sambandsdeildinni 4.235.000 krónur per leik.
Ársreikningur 1987

Vaxtatekjur Víkings árið 1987 voru 436 þúsund krónur að núvirði samanborið við 7,8 milljónir króna árið 2024.

Viðskiptakröfur Víkings árið 1987 voru 2,3 milljónir króna að núvirði samanborið við 148 milljónir króna árið 2024 sem er rúmlega 65x hærra.

Eigið fé Víkings jákvætt árið 1987 annað en 1992 og 1995. Það er hins vegar töluvert lægra en eigið fé Víkings árið 2024.

Youri söfnunarsjóðurinn enn og aftur í skýringunum. Í þetta sinn voru tekjurnar 5,4 milljónir króna að núvirði samanborið við 413 þúsund krónur að núvirði árið 1992.

Mæli með að skoða greinina sem ég skrifaði um ársreikning Víkings fyrir árið 2024:

Síðan er auðvitað líka bara hægt að skoða ársreikningana sjálfa til samanburðar hér fyrir neðan.