Ársreikningar Víkings og Brøndby IF

Víkingur mætir Brøndby IF í 3. umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar annað kvöld. Ég fann ársreikning Brøndby á heimasíðunni þeirra og ætla að bera hann saman við ársreikning Víkings.
Brøndby breytti nýverið fjárhagsárinu sínu. Áður fyrr var það frá 1. janúar til 31. desember en þeir breyttu því í 1. júlí til 30. júní, sem er í samræmi við flest félög í Danmörku. Nýjasti ársreikningur Brøndby er því frá 1. janúar 2023 til 30. júní 2024 og tekur því til lengra tímabils en ársreikningur Víkings gerir. Lesendur skulu því hafa það í huga í yfirferðinni á rekstrartekjum og rekstrargjöldum, ágæt þumalputtaregla er að draga þriðjung frá.
Greinin var einnig birt á fotbolti.net
Rekstrartekjur

Rekstrartekjur Brøndby voru 430,6% hærri en rekstrartekjur Víkings.
Tekjur af leikmannasölu

Tekjur Brøndby af leikmannasölum voru 45.585,4% hærri en tekjur Víkings af leikmannasölum. Munar smá þarna á milli félaganna...
Rekstrargjöld

Rekstrargjöld Brøndby voru 920,2% hærri en rekstrargjöld Brøndby.
Laun og launatengd gjöld

Laun og launatengd gjöld Brøndby voru 1.031,6% hærri en laun og launatengd gjöld Víkings. Hlutfall launa og launatengdra gjalda af rekstrartekjum var 70,3% hjá Brøndby en 33,0% hjá Víkingi.
Afkoma

Á meðan Víkingur var rekið með hagnaði upp á 415,7 milljónir króna á síðasta ári var róðurinn þungur hjá Bröndby sem var rekið með tapi upp á rúma tvo milljarða króna.
Eignir

Eignir Brøndby voru 1.363,0% hærri en eignir Víkings.
Handbært fé

Handbært fé Brøndby var 1.898,6% hærra en handbært fé Víkings.
Skuldir

Skuldir Brøndby voru 8.277,0% hærri en skuldir Víkings. Þá var skuldahlutfall Brøndby 63,0% samanborið við 11,0% hjá Víkingi.
Eigið fé

Eigið fé Brøndby var 508,2% hærra en eigið fé Víkings.